S: 5624020  /  5516820   Lækjargata 14b, 101 Reykjavík

Tjarnarskóli ehf.

Samþykktir

1. HEITI FÉLAGSINS, HEIMILI OG TILGANGUR

1.1.

Félagið er einkahlutafélag og er nafn þess Tjarnarskóli ehf.

1.2.

Heimilisfang félagsins er að Lækjargötu 14b, 101 Reykjavík.

1.3.

Tilgangur félagsins er rekstur grunnskóla fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk.2

2. HLUTAFÉ FÉLAGSINS

2.1

Hlutafé félagsins er kr. 150.000. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna og fylgir eitt

atkvæði hverjum hlut. Heimilt er að hækka hlutafé félagsins með ályktun

hluthafafundar og þarf til sama magn atkvæða og til breytinga á samþykktum þessum.

Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign

sína. Hluthafafundur getur einn ákveðið lækkun hlutafjár.

2.2.

Hutir skulu vera tölusettir í áframhaldandi númeraröð og hljóða á nafn. Stjórn félagsins

skal halda hlutaskrá samkvæmt lögum.

2.3

Gagnvart félaginu skal hlutaskráin skoðast sem fullgild sönnun fyrir eignarrétti að

hlutum í félaginu og öðlast eigendaskipti að hlutum ekki gildi gagnvart því fyrr en stjórn

þess hefur verið tilkynnt um það skriflega.

2.4.

Stjórn félagsins hefur forkaupsrétt fyrir félagsins hönd að fölum hlutum. Að félaginu

frágengnu hafa hluthafar forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína.

2.5.

Við tilkynningu til stjórnar félagsins um eigendaskipti verður framangreindur

forkaupsréttur virkur. Stjórn félagsins skal þegar við móttöku tilkynningar um

eigendaskipti senda öllum hluthöfum skriflega orðsendingu þar um og taka fram

afstöðu stjórnarinnar til forkaupsréttarins liggi hún þegar fyrir. Liggi afstaða

stjórnarinnar ekki fyrir við útsendingu orðsendingarinnar skal stjórnin tilkynna

forkaupsréttarhöfum um endanlega ákvörðun stjórnarinnar eigi síðar en að liðnum

tveimur vikum frá viðtöku tilkynningar um eigendaskipti.

2.6.

Stjórn félagsins skal hafa tvær vikur til að beita forkaupsrétti félagsins en aðrir

forkaupsréttarhafar skulu hafa eins mánaðar frest til að beita forkaupsrétti sínum og

telst fresturinn í báðum tilvikum byrja að líða þegar stjórn félagsins tekur á móti

tilkynningu um eigendaskipti sem tilgreinir verð og greiðsluskilmála. Liggi ekki fyrir

upplýsingar um verð og greiðsluskilmála skal stjórn félagsins skora á framseljendur að

upplýsa um þau atriði. Berist ekki svar frá framseljendum innan þriggja virkra daga skal

kaupverðið ákvarðað af dómkvöddum matsmönnum sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr.

138/1994, vilji einhver forkaupsréttarhafi neyta forkaupsréttar.3

2.7.

Reikningsgrundvöllur kaupverðs við beitingu forkaupsréttar skal vera hinn sami og gert

er ráð fyrir að gildi varðandi hin tilkynntu eigendaskipti en þó skal kaupverð ákveðið

af tveimur matsmönnum sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 138/1994 takist forkaupsréttarhafa

að sanna að tilgreint kaupverð að teknu tilliti til greiðsluskilmála sé til málamynda eða

í verulegu ósamræmi við raunverulegt verðmæti hlutanna.

Gangi forkaupsréttarhafi inn í fyrirliggjandi tilboð skulu ákvæði þess gilda um

greiðsluskilmála en í öðrum tilvikum skal kaupverð greitt innan mánaðar frá því að

kaup voru ákveðin.

2.8.

Eigendaskipti vegna erfða eða búskipta lúta ekki framangreindum forkaups-

réttarreglum.

2.9.

Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu.

2.10.

Engin sérréttindi fylgja hlutum í félaginu. Óheimilt er að gefa eða veðsetja hluti án

samþykkis félagsstjórnar.

3. ÁKVÖRÐUNARVALD Í MÁLEFNUM FÉLAGSINS

3.1

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra hluthafafunda.

3.2.

Aðalfundur skal haldinn fyrir lok ágústmánaðar ár hvert.

1. Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.

2. Ársreikningur ásamt athugasemdum endurskoðenda/skoðunarmanna skal lagður

fram til samþykktar.

3. Kjósa skal stjórn félagsins og endurskoðanda eða skoðunarmenn.

4. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og

framlög í varasjóð.

5. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.

6. Önnur mál löglega upp borin.4

4. STJÓRN FÉLAGSINS OG FRAMKVÆMDASTJÓRI

4.1.

Stjórn félagsins skal skipuð einum til þremur mönnum, kjörnum á aðalfundi til eins árs

í senn. Skipi stjórnin einn mann skal jafnframt kjörinn a.m.k. einn varamaður til sama

tíma. Í fjölskipaðri stjórn skuldbinda undirskriftir meirihluta stjórnar félagið en í eins

manns stjórn undirskrift stjórnarmanns. Stjórn félagsins skal halda fundargerðarbók

þar sem skráðar eru allar ákvarðani r stjórnar og annað það sem gerist á stjórnarfundum.

4.2.

Stjórn félagsins getur ráðið félaginu framkvæmdastjóra ef þurfa þykir og samið um

starfskjör hans. Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri

félgsins og kemur fram fyrir þess hönd í öllum málum sem varða venjulegan rekstur.

Hann sér um reikningshald og ráðningu starfsfólks í samráði við stjórn félagsins.

Framkvæmdastjóra ber að veita stjórn og endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur

félagsins sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum.

4.3.

Stjórnarmenn bera fyrst og fremst ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og rekstrarumhverfi

skólans og gæta þess að uppfylla þær kröfur sem fylgja rekstri einkahlutafélagsins

Tjarnarskóli ehf.

4.4.

Ábyrgð á faglegu starfi grunnskólans Tjarnarskóla er fyrst og fremst í höndum

skólastjóra sem er jafnframt rekstraraðili.

5. REIKNINGSHALD OG ENDURSKOÐUN

5.1.

Á aðalfundi félagsins skal kjósa endurskoðunarfélag til eins árs í senn.

5.2.

Reikningsár félagsins er frá 1. ágúst til 31. júlí ár hvert. Skal gerð ársreiknings lokið

eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund ár hvert og hann þá lagður fyrir

endurskoðanda.5

6. ÖNNUR ÁKVÆÐI

6.1.

Félagsstjórn skal boða til hluthafafunda með skriflegri tilkynningu til hvers hluthafa.

Heimilt er að boða hluthafafundi með símbréfi eða tölvupósti en þá skal óskað eftir að

viðtökustaðfesting sé send til baka til stjórnarinnar. Hluthafafundi þarf ekki að halda á

heimili félagsins. Aðalfund og aukafund skal boða með minnst sjö daga fyrirvara en ef

allir hluthafar mæta á aukafund og bókað er samþykki þeirra þar um skal fundur skoðast

lögmætur þótt til hans hafi verið boðað með skemmri fyrirvara. Fundarefnis skal getið

í fundarboði.

6.2.

Samþykktum þessum má breyta á hluthafafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða svo

og hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með

atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í landslögum.

6.3.

Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum

þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 2/3 hlutum af heildarhlutafé félagsins

til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um

slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða ráðstöfun eigna og greiðslu skulda.

6.4.

Þegar ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta

ákvæðum laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög.

6.5.

Fjárframlög opinberra aðila til starfseminnar eru einungis nýtt í þágu skólastarfsins sbr.

4. málsgrein 43. c í grunnskólalögum.

Þannig samþykkt á hluthafafundi í Reykjavík þann 11. janúar 2019.