S: 5624020  /  5516820   Lækjargata 14b, 101 Reykjavík

Tjarnarskóli var stofnaður af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur árið 1985

Stefna skólans

Í Tjarnarskóla er mikil áhersla lögð á hvetjandi námsumhverfi  og mannrækt. Við viljum hvetja og styrkja nemendur okkar á uppbyggilegan hátt og stuðla að vellíðan þeirra í leik og starfi. Við byggjum á styrkleika hvers og eins og viljum mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni.

Nemendur okkar læra öguð vinnubrögð, samvinnu og samábyrgð og áhersla er lögð á góða hegðun, kurteisi og háttvísi. Áhersla er lögð á að nemendur leggi góðan grunn að því að verða færir um að taka góðar ákvarðanir. Gott samstarf, á milli allra þeirra sem koma að menntun og uppeldi nemenda okkar, er okkur mikilvægt.

Mikil áhersla er lögð á góða samvinnu við foreldra um sem flesta þá þætti er lúta að velferð nemenda og þátttöku í skólastarfinu. Við leggjum áherslu á gott upplýsingastreymi og jákvætt viðmót. Kennarar skipuleggja námsvinnu nemenda í samræmi við þá stöðu sem þeir eru í hverju sinni og kappkostað er við að sinna einstaklingnum sem best en um leið virkja félagsfærni og félagsþroska.

Tjarnarskóli var stofnaður 1985 og er til húsa í hjarta Reykjavíkur, að Lækjargötu 14b, 101 Reykjavík. Í skólanum eru nemendur í 8., 9. og 10. bekk í þremur bekkjardeildum. Skólinn er rekinn sem einkahlutafélag. Skólaárið 2023 – 2024 er 39. starfsár skólans.

24

Starfsmenn

Einkunnarorð okkar eru:
,,Allir eru einstakir“ og ,,Lítill skóli með stórt hjarta“.