Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli fyrir nemendur í 8. - 10. bekk

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2020-2021 er 36. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Skóladagatal 2021 - 2022

Persónuverndarstefna

Starfsáætlun 2021 - 2022

Niðurstöður foreldrakönnunar sem var unnin af Skóla- og frístundasviði 2020 

 

Umsóknir um skólavist

2021 - 2022

Sem fyrsta skref getur þú pantað heimsókn til okkar í síma 5624020

eða í tölvupósti:  tjarnarskoli@tjarnarskoli.is.

Í kjölfar heimsóknar getur þú síðan óskað eftir að fá sent umsóknareyðublað í tölvupósti.

Sjá einnig í ,,Hafðu samband"  

 

 

 

Fréttir


23. ágúst Nýtt skólaár - skólasetning í 37. sinn

Það var mjög ánægjulegt að hitta alla nýju nemendurna og auðvitað eldri nemendur einnig á skólasetningunni. Sjana Rut, fyrrverandi Tjarnarskólanemendi kom og söng svo fallega fyrir okkur. Við gleðjumst ávallt á nýjum byrjunarreit og vonum að skólárið verði frábært, þangað stefnum við. 

7. júní Útskrift og skólaslit í 36. sinn í Dómkirkjunni

Heil og sæl öll og kærar þakkir fyrir síðast, á skólaslitum í 36. sinn í Dómkirkjunni 8. júní síðast liðinn.

Langar að deila með ykkur myndum sem ég tók um leið og ég þakka aftur þeim sem lögðu fram sinn skerf til að gera athöfnina ánægjulega. Kærar þakkir til Arndísar í 8. bekk fyrir frábæran tónlistarflutning á víóluna sína, Árna í 10. bekk fyrir skemmtilega ræðu útskriftarnemanda, Helgu Ægisdóttur, mömmu í 10. bekk fyrir dásamlega ræðu. Einnig Guðrúnu Evu í 10. bekk fyrir fallega sönginn.

Sex nemendur í 10. bekk fengu viðurkenningar; þau Ívar, Katrín, Árni, Nikolai, Guðjón Már og Kristófer Óli. Fimm nemendur í 9. bekk, þau Þórunn, Dharma, Eyjólfur, Elmar og Sólveig og þrír nemendur í 8. bekk; þau Kayla, Arndís og Ingibjörg.

Útskrift 10. bekkinganna var ánægjuleg, eins og alltaf, en að þessu sinni útskrifuðust 18 nememendur sem halda nú inn í nýjan kafla í skólagöngunni. Helga Júlia, umsjónarkennari, kvaddi þá svo fallega. Ég óska þeim allra heilla.

Svo kvöddum við einnig Helgu Markúsdóttur sem lauk starfsferlinum sínum hjá okkur. Þakka þér enn og aftur, Helga mín.

Fulltrúar í foreldrafélaginu fengu líka þakkir.

Í lokin fórum við út í skóla þar sem var fjölmenn kveðjustund með fjölskyldum 10. bekkinga, það eru nokkrar myndir þaðan líka.

Njótið sumarsins!  Kv. Margrét

3. júní Gleðidagur hjá 10. bekk - á fullu í alls konar

Tíundu bekkingar fögnuðu því að skólaárinu er að ljúka. Þeir fóru í dagsferð með umsjónarkennaranum sínum henni Helgu Júlí. Frábær dagur að þeirra sögn.

26. maí Foreldrar grilluðu í Mæðragarðinum

Frábærir foreldrar og ein amma þau Guðrún, Aðalsteinn, Harpa og Ágústa amma og foreldraráð í heild sinni stóðu fyrir frábærr pylsu og ísveislu í dag. Dásamleg samvera í góða veðrinu í Mæðragarðinum sem hefur tekið breytingum. Veisluhaldarar slóu í gegn, allir glaðir. Grill og ísbíll, gerist ekki betra!

20. - 21. maí Vorferð í Ölver

Loksins fengum við tækifæri til að fara saman í ferðalag eftir langvinnar lokanir vegna...þið vitið. Hópurinn fór í tveggja daga ferð og gistu í Ölveri. Um kvöldið var Júróvisjónstemning.  Frábær samvera í góðu veðri allan tímann. 

Skoða allar fréttir

Efst á síðu