Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli fyrir nemendur í 8. - 10. bekk

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2020-2021 er 36. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir um skólavist

2021 - 2022

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

 

 

Fréttir


24. mars Þemadagar sem ekki var hægt að ljúka

Þemadagar 2021 - Tjarnó ætlaði að safna áheitum fyrir Unicef. Nemendur hófu undirbúning að söfnun fyrir. Eftir fyrsta daginn sem tókst ágætlega ætluðu nemendur að drippla boltum, reikna dæmi, spila kleppara, stjórna lukkuhjóli, selja bollakökur og fleira skemmtilegt en þá greip covidástandið enn og aftur í taumana og allir fóru fyrr í páskafrí, eins og kunnugt er. Nú er það spurningin hvort okkur tekst að ljúka ætlunarverkinu fyrir skólalok.

22. mars Frábær ferð í Perluna

Frábær ferð í Perluna í dag. Krakkarnir voru mjög áhugasamir enda heil sýning um eitt heitasta umræðuefni þjóðarinnar.

18. mars Tíundu bekkingar urðu í 3. sæti í Fjármálaleikum grunnskólanna 2020 - 2021

Tíundu bekkingar urðu í 3. sæti í Fjármálaleikum grunnskólanna 2020 - 2021. FRÁBÆRT! Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits kom í heimsókn í dag og færði nemendum hamingjuóskir, kökur, viðurkenningarskjal og verðlaunin sem eru 100.000 krónur. Vel gert! Innilega til hamingju krakkar og Birna Dís, kennari! Húrra!

16. mars Heimsóknir 10. bekkinga í FMos og fleiri skóla

Það er nóg að gera hjá 10. bekk í að skoða framhaldsskóla. Í dag fóru nokkrir nemendur í MS og eftir hádegi fórum við í stórskemmtilega heimasókn í FMOS. Ég var einmitt beðin um að skila því til foreldra að það er opið hús hjá FMOS á morgun klukkan 17:00 ef einhverjir vilja skoða hann betur.

11. mars Tíundu bekkingar í framhaldsskólaheimsóknum

Krakkarnir í 10. bekk eru búin að vera á ferð og flugi í þessari viku. Við fórum í heimsókn í Borgarholtsskóla á mánudaginn, á þriðjudaginn fórum við í Borgarleikhúsið og sáum leiksýninguna, Allt sem er frábært. Eftir hádegið skoðuðum við Menntaskólann í Kópavogi og í morgun fórum við á kynningu í Tækniskólanum. Síðan eru nokkrir úr bekknum skráðir á kynningu í Versló í dag klukkan 15:00.

Skoða allar fréttir

Efst á síðu