Við áttum fallega og góða stund í Dómkirkjunni 5. maí með nemendum, foreldrum, starfsmönnum, öfum, ömmum og systkinum nemenda. Þórdís Katla Einarsdóttir hélt fallega og skemmtilega kveðjuræðu fyrir hönd 10. bekkinga, Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, fulltrúi forelda í 10. bekk, flutti góða hugvekju til útskriftarnemenda og okkar allra. Tobias Auffenberg, nemandi í 9. bekk spilaði á flygilinn fyrir okkur. Í lokin var útskrift 10. bekkinga, verðlaunaafhending og foreldrum í stjórn foreldrafélagsins og starfsfólki þakkað fyrir góða samvinnu á árinu. Eftir skólaslitin vorum við með kveðjustund í skólanum með útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra. Dásamleg samvera og ljúfsár kveðjustund, eins og alltaf.