Fertugasta skólasetningin var 22. ágúst í Dómkirkjunni. Nemendur, foreldrar, afar og ömmur mættu á skólasetninguna sem var upphafið að afmælisári skólans. Sérstakur gestur var María Solveig Héðinsdóttir, en þær Margrét voru stofnendur skólans árið 1985 og voru samstarfskonur í rúmlega 15 ár. Sesselja Bryndísardóttir, fyrrverandi nemandi okkar söng okkur afar fallega inn í skólastarfið. Margrét sagði frá því að hún væri að færa sig yfir á hliðarlínuna í skólastjórninni og að þær Birna Dís og Sigurborg, sem hafa verið farsælir kennarar um árabil, ætluðu að taka við keflinu. Þeim var óskað alls hins besta Við í Tjarnó ætlum að vera samtaka í að safna brosum, mæta með góð markmið, njóta samverunnar og stefna saman að frábæru skólaári 2024-2025.