S: 5624020  /  5516820   Lækjargata 14b, 101 Reykjavík

HomeFréttFréttirSímafrí í Tjarnarskóla

Símafrí í Tjarnarskóla

Símafrí í Tjarnarskóla

Símafrí í Tjarnarskóla

Í haust byrjaði símafrí í Tjarnarskóla.

Nemendur setja símana sína í læsta símageymslu þegar skólinn byrjar og fá þá síðan aftur við lok skóladagsins.

Í skoðanakönnun sem lögð var fyrir foreldra í október kom í ljós að 95% foreldra eru mjög ánægðir með símafríið.

Einnig lögðum við könnun fyrir nemendur og þar kom meðal annars í ljós að 60 % nemenda nefndu jákvæða breytingu í frímínútum og sögðust eiga mun meiri samskipti við samnemendur sína.

Nokkrir töluðu um betri einbeitingu í kennslustundum eftir að símafrí var tekið upp.

Starfsfólk Tjarnarskóla er mjög ánægt með skólafríið og hversu vel nemendur hafa tekið í að vera símalaus. Dásamlegt að sjá þau spila meira og spjalla í frímínútum.

Stofnaður 1985

Mínar síður

Höfundaréttur © 2025 · Tjarnarskóli.