Nemendur fóru í skemmtilega haustferð á fimmtudaginn. Veðrið lék aldeilis við okkur. Áfangastaðurinn var Úlfljótsvatn þar sem margt var á döfinni; klifur, hópleikir, bogfimi, pílukast og fleira. Staðarhaldarar tóku mjög vel á móti hópnum. Foreldrar og nemendur geta séð fleiri myndir á ,,Mínar síður“. Eftir ferðina fengum við þessi ummæli frá starfsmanni á Úlfljótsvatni: ,,Takk fyrir komuna í dag. Hópurinn var algjörlega til fyrirmyndar og það var gaman að fá ykkur.“