Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Skólareglur

Endurskoðun á skólareglum átti sér stað á skólaárinu 2018 - 2019 með þátttöku skólaráðs.

 

Skóla – og umgengnisreglur Tjarnarskóla

Skólareglurnar gilda á skólatíma og hvar sem nemendur eru á vegum skólans

Skólinn er sameiginlegur vinnustaður nemenda, kennara og annars starfsfólks.

Við berum virðingu fyrir skólanum, eignum hans og umhverfi.

Við virðum hvert annað og sýnum hvert öðru kurteisi.

Við bætum það tjón sem við völdum öðrum.

Við virðum vinnufrið.

Við erum stundvís.

Við erum öll með hollt og  gott nesti.

Við notum ekki tóbak, rafrettur, vímu- og ávanabindandi efni.

Góð umgengni ber okkur fagurt vitni.

Ég set skóna í hillur og yfirhafnir á snaga því þær eru ekki leyfðar í kennslustundum.

Ég gæti þess að skilja engin verðmæti eftir í yfirhöfnum.

Ég fylgi reglunni: Enginn sími í tíma, nema með leyfi kennara.

Ég hef símann  á hljóðlausri stillingu í kennslustundum.

Ég nota ekki snjalltæki til að taka myndir, myndskeið eða hljóð,

nema með leyfi viðkomandi.

Ég er ekki með mat eða drykk við tölvur.

Ég neyti hvorki sælgætis né annarra sætinda svo sem gosdrykkja og orkudrykkja á skólatíma nema þegar við gerum okkur dagamun í skólanum.

Svo þarf einnig að muna að ganga fallega um eldhúsið:  Henda umbúðum utan af nesti og drykkjum og þurrka upp eftir sig ef sullast á borð/gólf.

Það er gott að hafa í huga að skilja við eins og maður vill sjálfur koma að eldhúsinu.

 

Virðing fyrir skólareglum og góð umgengni stuðlar að vellíðan

 

 

Greint er frá viðbrögðum við því ef skólareglur eru ekki virtar í ,,Starfsáætlun 2022-2023 "

Efst á síðu