Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2019-2020 er 35. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2019 - 2020

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


28. nóv. Aðventustund foreldrafélagsins og 10. bekkinga

Kæru foreldraráðsforeldrar! Hjartans þakkir fyrir góðan undirbúning aðventustundarinnar sem tókst afbragðsvel! Þakka einnig öllum hinum foreldrunum, nemendum og öðrum fjölskyldumeðlimum sem tóku þátt. Tíundubekkingar fá einnig mikið hrós fyrir veitingarnar sem voru glæsilegar og ljúffengar.  Ilmur af heitu súkkulaði fyllti húsið, alls konar jólaföndur var á boðstólum og góð stemning. 

25. nóv. Foreldraráðið skipuleggur aðventustund

Fimmtudaginn 28. nóv. verður notaleg aðventustund í Tjarnó. Rjúkandi heitt súkkulaði og veitingar á boðstólum meðan Tjarnskælingar og fjölskyldur þeirra föndra saman og eiga notalega stund. 

19. nóv. Flott leirlistarverkefni

Nemendur í leirlist unnu mörg flott verkefni á 1. önninni. Hér koma sýnishorn.

18. nóv. Dagur íslenskrar tungu; Rakel fékk verðlaun

Á laugardaginn, sem var dagur íslenskrar tungu, var ákaflega ánægjulegt að vera viðstödd verðlaunaafhendingu í Hörpu. Þeir nemendur sem skólar í Reykjavík höfðu tilnefnt tóku á móti viðurkenningarskjali frá Skóla- og frístundasviði ásamt ljóðabók með völdum ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Við erum stolt af Rakel Björgvinsdóttur í 10. bekk sem kennarar Tjarnarskóla tilnefndu til verðlaunanna og óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.

6. nóv. Tjarnskælingar tóku þátt í Skrekk 2019

Leiklistarkrakkarnir tóku þátt í Skrekk í Borgarleikhúsinu. Voru með frábært atriði! Allir stóðu sig vel, við erum mjög stolt af þeim!!! Húrra fyrir ykkur Skrekkskrakkar! 

Skoða allar fréttir

Efst á síðu