Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2017-2018 er 33. starfsár skólans.

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Umsóknir 2017-2018

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Bæklingur á pdf formi með upplýsingum um skólastarfið.

 

Fréttir


Ivana fékk viðurkenningu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 28. maí

Í dag tók hún Ivana okkar í 10. bekk við viðurkenningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Á hverju vori tilnefnum við nemanda í skólanum til að taka við viðurkenningunni. Hver skóli tilnefnir einn nemanda. Ivana var í glæsilegum hópi 33 nemenda í Reykjavík á þessum viðburði. Við erum mjög stolt af henni. Hún er vel að viðurkenningunni komin sem var viðurkenningarskjal og bók. Hún er ótrúlega þrautseig, vinnusöm og listræn. Er í krefjandi píanónámi og stundar Aikido af kapp i( list friðarins - japönsk íþrótt). Hún leggur alltaf mjög mikið á sig í námi og hefur einnig lagt sitt af mörkum í félagslífi skólans. Til hamingju Ivana og fjölskylda!

Frábær forvarnafyrirlestur Magnúsar Stef og Davíðs Tómasar og ,,opinn fundur" skólaráðsins 16. maí

Við höfðum þrjá mikilvæga viðburði 16. maí. Um morguninn komu þeir Magnús Stef og Davíð Tómas og upplýstu nemendur um hættulegar afleiðingar af neyslu alls konar efna sem standa unglingum til boða. Klukkan 17.00 sama dag komu þeir síðan aftur og fluttu frábæran fyrirlestur fyrir foreldra Tjarnarskóla. Það var einstaklega góð mæting, þvílíkt ánægjuefni!!!!! Síðan buðu 9. bekkingar upp á veitingar, en það var upphafið af fjáröflun fyrir næsta vetur þegar stefnt er að Danmerkurferð 10.bekkinga. Í lokin var þrískipt dagskrá: Foreldrar og nemendur í 8. bekk ræddu um tillögur að reglum um símanotkun í skólanum. Nemendur í 10. bekk sögðu nemendum í 9. bekk frá því hvernig þeir skipulögðu árshátíð, kennaragrín og fjáröflun í vetur. Foreldrar í 9. og 10. bekk hittust í einni stofunni þar sem 10. bekkjar foreldrar gáfu 9. bekkjar foreldrum góð ráð um fjáröflun og fleiri viðburði á þeirra vegum. Það var skyldumæting hjá nemendum en það var auk þess frábær þátttaka foreldra á fundum dagsins. Húrra fyrir þeim!

Farið í Kaplakrika að kynnast frjálsum íþróttum 10. maí

Nemendur fengu frábæra tilsögn hjá Íslandsmeistaranum Ara Braga Kárasyni í Hafnarfirðinum. Frjálsar eru skemmtileg iðja.

Krakkarnir í íþróttavalinu fóru í Klifurhúsið 3. maí

Klifra, klifra, klifra, það er málið!

Níundi bekkur á sýninguna Panik eftir Ilmi Stefánsdóttur 28. apríl

Níundi bekkur og Birna Dís fóru og skoðuðu sýninguna Panik í Hafnarhúsinu. Skemmtileg sýning.

Skoða allar fréttir

Efst á síðu