Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2017-2018 er 33. starfsár skólans.

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Umsóknir 2017-2018

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Bæklingur á pdf formi með upplýsingum um skólastarfið.

 

Fréttir


Skrekkhópur á svið Borgarleikhússins á þriðjudaginn

Þessi dásamlegi nemendahópur verður fulltrúi Tjarnarskóla í Skrekk 2017. Við erum afar stolt af krökkunum sem hafa verið sjálfstæðir, skipulagðir, nýtt tímann sinn ótrúlega vel, gengið vel um, sýnt frumkvæði og góða samvinnu. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með æfingaferlinu en eins og margir vita þá er aðstaðan í húsinu ekki beinlínis heppileg fyrir að æfa sig í að standa á sviði Borgarleikhússins. Það hefur ekki staðið í veginum, alls ekki. Þið foreldrar getið verið ótrúlega stoltir af krökkunum ykkar. Segi svo að lokum: Áfram Tjarnó á þriðjudagskvöldið þegar hópurinn stígur á stóra sviðið!!!!! :)

Nemendur kynntu sér júdó hjá Íslandsmeistaranum 27. október

Helga Júlía og nemendur í íþróttavalinu fóru og hittu Íslandsmeistarann í júdó, Gísla Fannar Vilborgarson, í dag. Skemmtileg heimsókn og gaman að fá að kynnast þessari glæsilegu íþrótt hjá afreksmanni í greininni. Bestu þakkir fyrir góðar móttökur!

Kynning á starfsemi Landspítala 26. október

Í morgun fóru nemendur í 10. bekk á kynningu á starfsemi Landspítalans í Háskóla Íslands. Þetta var flott kynning þar sem nemendur fengu að kynnast hinum ýmsu störfum spítalans eins og við hvað læknar, ljósmæður, sjúkraliðar, geislafræðingar og fleiri starfa við á spítalanum.

 

Heimsókn í Borgarleikhúsið 17. okt.

Nemendur í 10. bekk fóru í frábæra heimsókn í Borgarleikhúsið. Helga Júlía, kennari, sem fór með hópnum er ekki frá því að nokkur þeirra stefni á frægð og frama í leikhúsinu í framtíðinni.

Foreldrar buðu upp á Mexíkósúpu í hádeginu 16. okt.

Það var ljúf stemning hér í hádeginu þegar foreldrar komu með ljúffenga mexíkósúpu og meðlæti. Foreldrar fá miklar þakkir en þau Valgerður, Guðný, Kristinn, Anna Margrét, Guðrún og Ragnheiður höfðu veg og vanda að þessu frábæra framtak! 

Skoða allar fréttir

Efst á síðu