Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli fyrir nemendur í 8. - 10. bekk

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2020-2021 er 36. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir um skólavist

2021 - 2022

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

 

 

Fréttir


17. des.: Skautaferðir á þemadögum fyrir jól

Síðustu þrjá daga fyrir jól vorum við með skemmtilega þemadaga. Nemendur gerðu jólaheimasíður og voru hugmyndaríkir í útfærslum. Allir bekkir fóru á skautasvellið á Ingólfstorgi, einn bekkur hvern dag. Mjög skemmtilegt! 

11. des.: Óvæntur glaðningur frá foreldrafélaginu; Vöffluvagninn!

Bestu þakkir, kæru foreldrar. Það varð mikil vöfflu- og kakóstemning!

Hér er hlekkur á myndband af viðburðinum.

 

10. des.: Skemmtileg ,,heimsókn" Ævars vísindamanns

Skemmtileg rafræn heimsókn í morgun í 8. bekk. Ævar vísindamaður ,,kom" til að segja nemendum frá bókinni ,,Þín eigin undirdjúp". Nemendur voru mjög virkir í að spyrja og koma með hugmyndir.

26. nóvember: Jólalegur föstudagur

Venjulega eru foreldrar með viðburð síðasta fimmtudag í nóvember. Að þessu sinni fórum við nýjar leiðir og settum okkur í jólagírinn án aðstoðar foreldra. 

Skoða allar fréttir

Efst á síðu