Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2016-2017 er 32. starfsár skólans.

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Umsóknir 2016-2017

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Bæklingur á pdf formi með upplýsingum um skólastarfið.

 

Fréttir


Vísindasmiðjan í Háskólabíói

Það er gaman að heimsækja Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Að þessu sinni skiptum við nemendum í stráka- og stelpuhóp sem fóru saman tvo daga í röð. Gott framtak hjá HÍ.

Samvera foreldra og nemenda á aðventunni

Það er hefð að hittast á aðventunni og föndra, njóta veitinga og ljúfrar samveru. Foreldrar skipuleggja þennan viðburð og 10. bekkingar sjá um veitingarnar og safna í ferðasjóðinn sinn. Myndirnar tala sínu máli. 

Þemadagar hófust með skemmtilegu hópefli

Þemadagarnir hófust 13. desember og þeim lýkur 19. desember. Verkefnið að þessu sinni heitir ,,Köttur úti í mýri með mikro.bit á heilanum". Nemendahópar settu sig í vinnugírinn með því að vinna tvö skemmtileg hópeflisverkefni: Búa til skúlptúr úr spaghettílengjum og sykurpúðum. Síðan áttu hóparnir að pakka inn bók saman, en máttu bara nota aðra höndina (hafa hina fyrir aftan bak). Svo fóru allir á myndina ,,Hin ótrúlegu ævintýri Adele" í Bíó Paradís. 

Setbekkirnir orðnir fínir

Einn valhópurinn vann með Birnu kennara að því að mála og setja nýtt áklæði á bekkina á ganginum. Þetta eru eldgamlir bekkir - að minnsta kosti 40 ára gamlir. Halda nú áfram að þjóna hlutverki sínu, glaðir í bragði. Gangurinn hefur því fengið nýtt og betra yfirbragð. Bestu þakkir, krakkar og Birna fyrir vel unnið verkefni!

Flóamarkaður og lukkuhjól 10. bekkinga

Tíundu bekkingar eru að safna í ferðasjóð til þess að komast í heimsókn til Danmerkur í mars. Ætlunin er að heimsækja vinaskólann okkar; Roskilde Lille Skole. Laugardaginn 9. desember var því skólinn opinn og gestum og gangandi boðið að líta á varning og fá sér kakóbolla. Einnig var hægt var að taka þátt í lukkuhljóli og fá glaðning. Fín stemning á Tjarnarbakkanum - og veðrið unaðslegt :)

Skoða allar fréttir

Efst á síðu