Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2018-2019 er 34. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2018-2019

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


Öskudagurinn 6. mars 2019 var skemmtilegur!

Það var mjög góð stemning í Tjarnó í dag, öskudag. Margir nemendur mættu í öskudagsbúningi og við höfðum síðan vöffluveislu í hádeginu eftir að búið var að veita verðlaun fyrir besta búninginn: Þær Júlía G., Hera og Rakel fengu verðlaun; bíómiða, popp og gos. Frábær dagur og sólin skein skært!

Frábært námskeið: Vertu óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi!!!

Tíundu bekkingar fengu frábæran gest með námskeiðið ,,Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi". Nemendur voru mjög ánægðir og fengu góð ráð um hvernig hægt er að hafa áhrif á eigin líðan og orku. Í kjölfar námskeiðsins sendi Bjartur auk þess pósta til nemenda í fimm daga til þess að fylgja innihaldi námskeiðsins eftir. Mælum með Bjarti! Hann er frábær!

Göngutúr og Listasafn Reykjavíkur

Níundubekkingar fengu sér göngutúr á Landakotstún og litu síðan inn í Listasafn Reykjavíkur. 

Viðtalsdagur í kjölfar 2. annar 21. febrúar

Önn númer tvö lauk með viðtölum umsjónarkennara við hvern nemanda og foreldra/forráðamenn. Það er mikilvægt að eiga spjall um það hvernig gengur og leggja línur fyrir næstu önn. 

Tíundu bekkingar í FÁ 19. feb.

10. bekkur fór í heimsókn í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Sandra, námsráðgjafi skólans, tók á móti okkur og sýndi okkur m.a. Heilbrigðisskólann og lyfjatæknibrautina sem var mjög áhugavert. Frábær heimsókn með flottum krökkum. 

Skoða allar fréttir

Efst á síðu