Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2020-2021 er 36. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2020 - 2021

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


9. júní Ásthildur Emelía fékk nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Við erum mjög stolt af Ásthildi Emelíu,10. bekkingi sem við tilnefndum til nemendaverðlauna Skóla- og frístundasviðs. Hver skóli tilnefnir einn nemanda til að taka við þessum verðlaunum. Í rökstuðningi okkar segir: Ásthildur er afar kappsamur nemandi sem leggur sig fram og sýnir mikla þrautseigju. Ásthildur hefur verið virk í sviðslistum árin þrjú í Tjarnarskóla, hefur jákvæð áhrif á bekkjarandann og hefur einlægan áhuga á loftslagsmálum. Hefur sýnt það í verki með því að mæta vikulega á Austurvöll stóran hluta vetrar en gætt þess vel að það komi ekki niður á náminu. Ásthildur hefur mikinn drifkraft og hrífur aðra með sér og er vel að verðlaununum komin. Til hamingju, Ásthildur Emelía og fjölskylda!     smiley

5. júní Skólaslit og útskrift í 35. sinn

Við vorum afar glöð með skólaslitin nr. 35 í Dómkirkjunni. Sólin skein og gleðin við völd. Við útskrifuðum 20 frábæra krakka og glöddumst yfir áfanganum með þeim. Níu nemendur, þar af tveir 9. bekkingar luku samtals 14 framhaldsskólaáföngum. Dúxinn í 10. bekk hún Rakel Björginsdóttir var með óvenjulega glæsilegt útskirftarskírteini; var með A í öllum greinum! Við munum ekki eftir öðru eins. Ívar Björgvinsson í 9. bekk lauk tveimur fjarnámsáföngum ásamt öðrum 9. bekkingi honum Árna Kistni Hilmarssyni en Ívar fékk 10 fyrir framhaldsskólastærðfræðiáfangann. Glæsilegt! Margir fengu hrós og viðurkenningar, m.a. hún Ásthildur okkar fyrir að vera mikill umhverfissinni en hún mætti ötullega með hvatningarspjaldið sitt á Austurvöll í vetur, síðast núna á útskriftardaginn. Gaman þegar nemendur eru tilbúnir að bæta jarðarkringluna okkar í verki. Rakel flutti kveðjuorð fyrir hönd 10. bekkinga og söng afar fallegt kveðulag til Tjarnó en mamma hennar hún Írís samdi með henni textann. Ríkharður Sigmundsson pabbi í útskriftarhópnum flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra útskriftarnenda og Starkaður Snorri spilaði á bassa fyrir okkur. Og svo var hún María Solveig með okkur, sem var annar stofnenda Tarnarskóla fyrir 35 árum   Gleði, gleði!!!

2. júní Foreldrar buðu upp á ís

Síðasta prófdaginn buðu foreldrar upp á ís. Ísbíllinn mætti á svæðið og allir mjög glaðir, nammi-namm!  Takk fyrir okkur, kæru foreldrar!

22. maí Rakel Björgvins var í úrslitum í söngkeppni grunnskólanna

Rakel var mjög glæsilegur fulltrúi Tjarnarskóla og Félagsmiðstöðvarinnar 101 í söngkeppninni. Við vorum afar stolt af Rakel sem söng lagið Dreams eftir Fleetwood Mac. Rakel er að útskrifast úr 10. bekk og þetta var í annað sinn sem hún komst í úrslitin. Það má sjá atriðið hennar inn á vef UngRúv; www.ungruv.is. Takk, Rakel!

20. maí Árshátíðin 2020

Árshátíðin á þriðjudaginn tókst með miklum ágætum. Tíundu bekkingar geta verið rosalega stoltir af hvernig þeim tókst að búa til eftirminnilegan viðburð. Kennaragrínið þeirra var óborganlegt!!! Nemendur höfðu líka gaman að fíflaganginum í kennaragríni okkar kennaranna. Skemmtiatriðin voru frábær, öll sem eitt. Hæfileikaríkir krakkar stóðu á sviði eins og þeir hefðu aldrei gert annað.  Ég fór himinglöð heim með góðar minningar um góða árshátíð Tjarnarskólanemendanna okkar. Vá, hvað þið, foreldrar, eigið flotta krakka! Ég tók helling af myndum og myndböndum en því miður var birtustigið erfitt þannig að margt fór forgörðum - en hér kemur myndband sem sýnir nokkur brot frá kvöldinu. Kv. Margrét

Skoða allar fréttir

Efst á síðu