Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2019-2020 er 35. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2020 - 2021

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


22. maí Rakel Björgvins var í úrslitum í söngkeppni grunnskólanna

Rakel var mjög glæsilegur fulltrúi Tjarnarskóla og Félagsmiðstöðvarinnar 101 í söngkeppninni. Við vorum afar stolt af Rakel sem söng lagið Dreams eftir Fleetwood Mac. Rakel er að útskrifast úr 10. bekk og þetta var í annað sinn sem hún komst í úrslitin. Það má sjá atriðið hennar inn á vef UngRúv; www.ungruv.is. Takk, Rakel!

20. maí Árshátíðin 2020

Árshátíðin á þriðjudaginn tókst með miklum ágætum. Tíundu bekkingar geta verið rosalega stoltir af hvernig þeim tókst að búa til eftirminnilegan viðburð. Kennaragrínið þeirra var óborganlegt!!! Nemendur höfðu líka gaman að fíflaganginum í kennaragríni okkar kennaranna. Skemmtiatriðin voru frábær, öll sem eitt. Hæfileikaríkir krakkar stóðu á sviði eins og þeir hefðu aldrei gert annað.  Ég fór himinglöð heim með góðar minningar um góða árshátíð Tjarnarskólanemendanna okkar. Vá, hvað þið, foreldrar, eigið flotta krakka! Ég tók helling af myndum og myndböndum en því miður var birtustigið erfitt þannig að margt fór forgörðum - en hér kemur myndband sem sýnir nokkur brot frá kvöldinu. Kv. Margrét

15. maí Foreldrar buðu upp á morgunhressingu

Kæru framtakssömu foreldrar í foreldraráðinu og allir foreldrar í foreldrafélaginu! Þúsund þakkir fyrir mjög góða óvænta morgunhressingu; brauð, álegg, salöt, sultur, drykki, ávexti og sætmeti sem féll heldur betur í kramið. Allir nutu og voru glaðir. Bjó til fína föstudagsstemningu. Svo er það síðasta hefðbundna kennsluvikan framundan með skólavinnu, árshátíð og uppstigningardegi. Trúi því varla að það séu bara fjórir ,,venjulegir" skóladagar eftir! Kennaragrín (tvö) í framleiðslu; bæði hjá 10. bekk og við kennarar lumum líka á ýmsu. Hlökkum robbbbossslega til! Sólarkveðjur! Margrét

30. apríl Hlökkum til að hitta nemendur aftur í skólanum

Eftir laaanga fjarveru fáum við að hitta Tjarnókrakkana okkar aftur mánudaginn 4. maí. Þar með lýkur alveg einstökum tíma í skólasögunni en allir hafa verið í fjarnámi síðan í mars. Lokasprettur skólastarfsins er því framundan. Við hlökkum svo sannarlega til að hitta nemendur að nýju og stefnum á að ljúka skólaárinu með glæsibrag með bjartsýni í hjarta. 

3. apríl Ljósmyndaverkefni fyrir páska - fimm fengu viðurkenningu

Á síðasta kennsludag fyrir páska gerðu nemendur ljósmyndaverkefni sem tókst ljómandi vel. Verðlaun voru veitt fyrir flottustu verkefnin og þau Dharma, Benedikt, Wiktoria, Freyja Ó. og Rakel urðu sigurvegarar. Þau fengu öll páskaegg í verðlaun, sem kennarar færðu þeim í ,,útlegðinni".  Til hamingju öll!

Skoða allar fréttir

Efst á síðu