Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2018-2019 er 34. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2019 - 2020

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


Frábær árangur tveggja Tjarnskælinga í stærðfræðikeppni MR

Á hverju ári stendur Menntaskólinn í Reykjavík fyrir stærðfræðikeppni fyrir áhugasama grunnskólanemendur. Tólf Tjarnarskælingar tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir Ívar Björgvinsson og Starkaður Snorri Baldursson urðu í topp-tíu í 8. og 9. bekkjar hópnum.  Ívar varð í 1. sæti í hópi 8. bekkinga og Starkaður Snorri  í 8. - 9. sæti í 9. bekkjar hópnum. Frábær árangur hjá þessum strákum en 330 nemendur tóku þátt!. Báðir fengu viðurkenningarskjal og forláta reiknivél. Auk þess fékk Ívar 25 þús. krónur í verðlaun en Arionbanki lagði til viðurkenningar. Athöfnin var mjög ánægjuleg. Við erum mjög stolt af strákunum okkar! 

Áttundi bekkur á Sjóminjasafnið 28. mars

Það er mjög skemmtilegt að heimsækja Sjóminjasafnið sem er mjög nútímalegt. Alveg hægt að gleyma sér þar. Helga Júlía fór með nemendur þangað til að fræðast og skemmta sér.

Söngkeppni Samfés, 23. mars, Rakel frábær fulltrúi Tjarnarskóla

Eins og komið hefur fram komst Rakel áfram í Söngkeppni Samfés og tók því þátt í lokakeppninni í Laugardalshöllinni. Við vorum mjög stolt af frammistöðu hennar, söng eins og engill!

Samfestingurinn 22. mars

Hópur Tjarnskælinga fór á Samfestinginn 2019, föstudaginn 22. mars. Það er alltaf eftirvænting að taka þátt og við vitum ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel. Þessi viðburður er afar vel skipulagður og vel hugsað um öryggi nemenda. Helga Júlía, félagsmálakennari, hafði veg og vanda að öllum undirbúningi að þátttöku nemenda. Bestu þakkir Helga Júlía fyrir þinn þátt í að allt gekk svo vel upp.

Öskudagurinn 6. mars 2019 var skemmtilegur!

Það var mjög góð stemning í Tjarnó í dag, öskudag. Margir nemendur mættu í öskudagsbúningi og við höfðum síðan vöffluveislu í hádeginu eftir að búið var að veita verðlaun fyrir besta búninginn: Þær Júlía G., Hera og Rakel fengu verðlaun; bíómiða, popp og gos. Frábær dagur og sólin skein skært!

Skoða allar fréttir

Efst á síðu