Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2018-2019 er 34. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2019 - 2020

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


Árshátíð Tjarnarskóla 2019 tókst frábærlega 11. apríl.

Vikan sem er að líða var ótrúlega skemmtileg! Árshátíðin okkar á þar stærstan hlut; Tíundi bekkurinn stóð sig framúrskarandi vel í undirbúningi og framkvæmd. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað í alla staði. Við erum mjög stolt af hvernig til tókst. Flottur fordrykkur, glæsilegir kynnar og veislustjórar kvöldsins, tæknigúrú og ljósmyndari kvöldsins var flottur, margir voru tilnefndir fyrir ýmsa góða kosti og DJ-arnir; stóðu sig vel, einnig skreytingahópurinn. Hápunkturinn var síðan kennaragrínið og árshátíðarmyndband 10. bekkjar og kennaragrín kennaranna féll einnig í góðan jarðveg. Sem sagt: Frábært kvöld!!!!! 

Óttar Sveinsson, útkall, gaf bækur 8. apríl

Óttar Sveinsson kom í annað sinn til okkar í 10. bekk í dag. Hann gaf öllum nemendum bókina Flóttinn frá Heimaey og áritaði þær allar. Hér er texti frá honum sjálfum: 
,,Til að styðja við nemendur í íslenskunni hef ég ákveðið að halda fyrirlestra fyrir 10.bekkinga og segja þeim spennandi sögur af þjóðinni okkar að berjast við náttúruöflin. Ég hef líka talað við þau um hvað það er mikilvægt að opna á áföll. Í dag gaf ég nemendum í Tjarnarskóla eintak af Útkall - Flóttinn frá Heimaey. Þessu var gríðarvel tekið og gefur mér gleði í hjartað.“

Takk fyrir Óttar, frábærar gjafir. Við erum mjög þakklát!

 

Frábær árangur tveggja Tjarnskælinga í stærðfræðikeppni MR

Á hverju ári stendur Menntaskólinn í Reykjavík fyrir stærðfræðikeppni fyrir áhugasama grunnskólanemendur. Tólf Tjarnarskælingar tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir Ívar Björgvinsson og Starkaður Snorri Baldursson urðu í topp-tíu í 8. og 9. bekkjar hópnum.  Ívar varð í 1. sæti í hópi 8. bekkinga og Starkaður Snorri  í 8. - 9. sæti í 9. bekkjar hópnum. Frábær árangur hjá þessum strákum en 330 nemendur tóku þátt!. Báðir fengu viðurkenningarskjal og forláta reiknivél. Auk þess fékk Ívar 25 þús. krónur í verðlaun en Arionbanki lagði til viðurkenningar. Athöfnin var mjög ánægjuleg. Við erum mjög stolt af strákunum okkar! 

Áttundi bekkur á Sjóminjasafnið 28. mars

Það er mjög skemmtilegt að heimsækja Sjóminjasafnið sem er mjög nútímalegt. Alveg hægt að gleyma sér þar. Helga Júlía fór með nemendur þangað til að fræðast og skemmta sér.

Söngkeppni Samfés, 23. mars, Rakel frábær fulltrúi Tjarnarskóla

Eins og komið hefur fram komst Rakel áfram í Söngkeppni Samfés og tók því þátt í lokakeppninni í Laugardalshöllinni. Við vorum mjög stolt af frammistöðu hennar, söng eins og engill!

Skoða allar fréttir

Efst á síðu