Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2019-2020 er 35. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir

2019 - 2020

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Auglýsingabæklingur á pdf formi

 

Fréttir


Skólaslitin 7. júní

Skólaslitin í Dómkirkjunni voru mjög ánægjuleg að vanda. Guðrún Ýr hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda, Andri Stefánsson ávarpaði 10. bekkinga fyrir hönd foreldra útskriftarnemenda, og þær Guðrún Ýr, Júlía Guðmundsdóttir, Freyja Rún, Rakel og Sunna Sigríður fluttu þrjú tónlistaratriði. Margir nemendur hlutu viðurkenningar og hrós og þau Helga Júlía og Þórir Andri, kennarar, fengu miklar þakkir fyrir að eiga tíu ára farsælan kennsluferil að baki íTjarnarskóla. Síðan fengu 10. bekkingar útskriftarskírteinin sín. Eftir skólalslitin var kveðjustund í skólanum með nemendum 10. bekkinga og fjölskyldum þeirra. Það eru ávallt blendnar tilfinningar að kveðja nemendur, bæði söknuður en um leið afar ánægjulegt að sjá þau stíga skrefin inn í framtíðina. Við óskum þeim öllum alls hins besta og vonum að þau komi sem oftast í heimsókn. Svo var komið að því að slíta skólanum í 34. sinn. Sjá einnig fullt af myndum frá viðburðinum.

Foreldrar grilluðu í frábæru veðri 23. maí

Frábært grill hjá foreldrum í Tjarnó í sólinni í Mæðragarðinum! Margfaldar þakkir fyrir framtakið og gómsæta hamborgara! Einstakir Tjarnókrakkar nutu viðburðarins og góða veðursins. Bráðum er skólinn búinn og sumarfríið á næsta leiti! Hlökkum til! Skoðið fullt af myndum. 

Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs 28. maí

Það var gleðistund að vera viðstödd verðlaunaafhendingu í gær þegar Júlía okkar tók við nemendaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs. Athöfnin fór fram í Háteigsskóla. Við erum mjög stolt af Júlíu en hver skóli tilnefnir einn nemanda á ári til að taka við þessari viðurkenningu.

Húrra fyrir Júlíu!!!!!

Stelpur og tækni 22. maí

Áhugaverður og skemmtilegur dagur hjá stelpunum í 9.bekk á viðburðinum Stelpur & Tækni í HR. Glæsileg dagskrá og skemmtilegar heimsóknir í fyrirtæki í tæknigeiranum. Frábært framtak og gott tækifæri fyrir stelpurnar.

Níundi bekkur fór í heimsókn í Borgarleikhúsið 16. maí

Frábær heimsókn í Borgarleikhúsið þar sem var vel tekið á móti nemendum. Þeir fengu að skoða ýmislegt forvitnilegt baksviðs og fræðast um starfsemi leikhússins. Takk fyrir okkur!.

Skoða allar fréttir

Efst á síðu