Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2016-2017 er 32. starfsár skólans.

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Umsóknir 2016-2017

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Bæklingur á pdf formi með upplýsingum um skólastarfið.

 

Fréttir


Moli í uppáhaldi

Hún Sigrún Edda, ritarinn í skólanum, tekur gjarnan hundinn sinn með í skólann (með samþykki allra, að sjálfsögðu). Hann er í miklu uppáhaldi og við köllum hann Mola skólahund. Þau á myndinni eru miklir vinir. 

Krakkarnir í Tjarnó ,,kusu" til Alþingis

Mjög skemmtilegt tækifæri að kynnast lýðræðislegri kosningu og taka þátt. Gott framtak!

Mexíkósúpa foreldraráðsins í hádeginu

Foreldraráðið eldaði ilmandi Mexíkósúpu í lok október - áður en prófatíminn gekk í garð. Frábært framtak! Sjá má stutt myndband á slóðinni: https://apps.facebook.com/magisto/video/YQ5MOQAIFD0sXAxgCzE?o=w&c=e&l=mmr1&tp=AgMCXjUmPFYXVA1ZWCk6WBRVCA4PeTtcEgRZAgwsbA0TVQ5cX31vU1cUCUkFOioIFDkFXlc5MQ8UCTNIDy48ElcTH18YEDEPTFdcDFN4a1lCU0pZAi42BRQKUV8HLjEH&trydeeplink. Gjörið þið svo vel :) 

Kvosarkrakkar fóru á Landnámssýninguna

Alltaf gaman að skoða sýninguna og fræðast um hvernig upphaf landnáms var í Reykjavík.

Sýningin Neyzlan í Árbæjarsafni

Tíundu bekkingar fóru á fróðlega sýningu á Árbæjarsafni. Þar fengu þeir fræðslu um neysluhætti Reykvíkinga á síðustu öld og á sýningunn var hægt að skoða völundarhús plastsins þar sem sjónum er beint á ofnotkun á plasti. Þessi sýning tengist mjög vel umfjöllunarefni nemenda í samfélagsfræði um neyslusamfélagið og hvað við mannfólkið getum gert til að minnka vistspor okkar á jörðinni.

Skoða allar fréttir

Efst á síðu