Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Sýningin Neyzlan í Árbæjarsafni

  Tíundu bekkingar fóru á fróðlega sýningu á Árbæjarsafni. Þar fengu þeir fræðslu um neysluhætti Reykvíkinga á síðustu öld og á sýningunn var hægt að skoða völundarhús plastsins þar sem sjónum er beint á ofnotkun á plasti. Þessi sýning tengist mjög vel umfjöllunarefni nemenda í samfélagsfræði um neyslusamfélagið og hvað við mannfólkið getum gert til að minnka vistspor okkar á jörðinni.

 • Í roki og rigningu er kósý og spila, hlusta á tónlist eða horfa á Friends

  Það er gott að leggja stundum hefðbundið nám til hliðar og gera eitthvað allt annað. Einn rigningardaginn gerðum við það eftir hádegi.

 • Aftur í Bíó Paradís - nú á myndina Louder than Bombs

  Áhrifamikil mynd - allir nemendur fóru í Bíó Paradís 18. október 

 • Bleikur föstudagur 14. okt.

  Eins og flestir landsmenn tókum við þátt í ,,bleikum föstudegi"14. október til þess að vekja athygli á góðu málefni.

 • Rímur, rapp og sagnaflug í Norræna húsinu

  Norræna húsið stóð fyrir viðburðinum ,,Úti í Mýri" í október sem var hluti af alþjóðlegri barna- og unglingabókmenntahátíð í Reykjavík. Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í svo nefndu ,,Sagnaflugi" en nemendur í 10. bekk verkefninu ,,Rímur og rapp". Gaman!  Takk fyrir okkur!

 • Myndmenntarkrakkar unnu með kol

  Hún Sigrún myndmenntakennari er algjör snillingur. Hún hefur m.a. fengið nemendur til að vinna með ,,ljósið í myrkrinu" með því að nota kol. Skoðið endilega myndirnar með því að smella á fyrirsögnina. 

 • Tjarnókrakkar gestir í Útsvari

  Nemendum í Tjarnó bauðst að vera gestir í útsendingu á Útsvarsþætti föstudaginn 30. september. Það er spennandi að sjá hvernig svona útsending fer fram í sjónvarpssal og fá myndir með þeim Sigmari og Þóru, þáttarstjórnendum.

 • Krakkarnir í 8. bekk (Kvos) fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur

  Það er stutt að fara í Ljósmyndasafn Reykjavíkur og kíkja á skemmtilegar sýningar. Birna Dís fór með 8. bekkinga þangað 30. september. 

 • Allir á myndina Timbuktu í Bíó Paradís

  Frábær mynd! Í kjölfarið (daginn eftir) unnu nemendur í 10. bekk samfélagsfræðiverkefni í tengslum við myndina hjá Helgu Júlíu, kennara.

 • Hljómskálagarðurinn á góðum degi

  Það er gott að brjóta upp daginn og bregða sér í Hljómskálagarðinn þegar vel viðrar. Myndirnar segja sína sögu.

 • Tíundu bekkingar í VR að kynna sér réttindi og skyldur á vinnumarkaði

  Nemendur í 10. bekk fóru í heimsókn í VR 19. september. Það er mjög mikilvægt að kynna sér hvaða réttindi og skyldur fylgja því þegar maður ræður sig í vinnu. Gott mál. Helga Júlía kennari fór með nemendum.

 • Nemendur fóru á myndina The Queen í Bíó Paradís 19. september

  Við erum svo heppin að fá boð frá Bíó Paradís á hverjum skólavetri. Þá röltum við upp Hverfisgötuna, fáum stutta kvikmyndafræðslu hjá henni Oddnýju Sen og horfum síðan á vel valda mynd í nánast hverjum skólamánuði. Fyrsta mynd vetrarins var The Queen sem var sýnd fyrir 8. og 9. bekk.

 • Fjármálafræðsla í 10. bekk, heimsókn frá Fjármálaviti

  Við fengum góða heimsókn í 10. bekk 19. september. Gestir frá Fjármálaviti komu og fræddu nemendur um fjármál og lögðu fyrir þá verkefni. Frábær heimsókn og gagnleg fyrir nemendur! Sjá má myndir á Facebókarsíðu Fjármálavits frá þessari fræðslu og í hinum ýmsu skólum á slóðinni https://www.facebook.com/fjarmalavit/?ref=bookmarks. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina.

   

   

 • Hönnun og endurnýting - val á 1. önn

  Nokkrir nemendur völdu að taka þátt í valgreininni: Hönnun og endurvinnsla. Margra áratuga gamlir bekkir verða pússaðir og málaðir  í áföngum. Nýtt áklæði verður svo sett á í lokin. Það verður skemmtilegt að fylgjast með breytingunum því þessir bekkir eru mikið notaðir á ganginum á 2. hæðinni. 

 • Kvosarkrakkar og Birna fóru í heimsókn á Listasafnið 9. september

  Birna Dís kennari, fór með nemendur í Kvos (8. bekkinga) í heimsókn á Listasafn Íslands. Flott sýning - og fræg verk.

 • Haustferð í Ölver 1. - 2. september

  Það er árleg hefð að fara í haustferð með nemendur. Þá er gist yfir nótt. Að þessu sinni var farið í Ölver undir Ingólfsfjalli. Þessar ferðir eru til þess að nýir nemendur kynnist hinum eldri og hvor öðrum betur. Nemendur nýttu sér góða veðrið til útiveru, boðuðu saman og höfðu skemmtilega kvöldvöku. Ljúf samvera í alla staði. Nemendahópurinn lofar mjög góðu!

 • Brugðið á leik í Hljómskálagarðinum í byrjun skólaárs

  Góða veðrið var nýtt í byrjun skólaársins og Hljómskálagarðurinn á næsta leiti. Alltaf gaman að spóka sig þar. 

 • Skólasetningin, sú 32. í röðinni, 22. ágúst

  Skólasetningin 22. ágúst fór fram í Dómkirkjunni að venju. Það var gaman sjá eldri nemendur og taka á móti nýjum nemendum og fjölskyldum þeirra. Þau Sjana og Alex Jóhannsbörn, fyrrverandi Tjarnskælingar, fluttu tvö frumsamin lög. Annað þeirra fjallaði um að hafa trú á sjáfum sér, það var vel við hæfi. Við þökkum þeim Sjönu og Alex kærlega fyrir fallegan tónlistarflutning.

 • Skemmtileg skólaslit

  Skólaslitin 2016 voru afar ánægjuleg. Nemendur, foreldrar og kennarar ásamt fjölskyldum nemenda fögnuðu skólalokum. Þrír nemendur fluttu tónlistaratriði, þau Ivana, Anna og Kristján, Rosalie Rut flutti glæsilega ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda, Anna Sif flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra og margir fengu viðurkenningar og hrós. Tíundu bekkingar voru auðviðtað útskrifaðir og fengu auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa skapað mjög góðan bekkjaranda og liðsheild sem smitaði út frá sér til annarra í skólanum. Við erum afar stolt af skólastarfinu sem var mjög viðburðaríkt í vetur. Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju og óskum þeim gæfu og gengis og hlökkum til endurfunda í haust með hinum. 

 • Metþátttaka á mjög góðum fundi nemenda, foreldra og kennara

  Skólaráðið hélt svo nefndan opinn fund á dögunum. Nemendur í 10. bekk köstuðu boltanum yfir til 9. bekkinga og sögðu frá hvernig þeim tókst að skapa góðan bekkjaranda, skipuleggja árshátíð, gera kennaragrínið og standa að fjáröflun. Foreldrar í 10. bekk miðluðu einnig af sinni reynslu til foreldra 9. bekkinga, en þeir hafa verið ötulir við að styðja við nemendur í bekknum og skólastarfið. Nemendur og foreldrar í 8. bekk fengu það viðfangsefni að koma með hugmyndir að hvernig við getum tengst grenndarsamfélaginu enn frekar. Margar frábærar hugmyndir komu fram sem verða nýttar í skólastarfinu næsta vetur. Ekki má gleyma að 9. bekkingar sáu um hlaðborð en það verkefni var fyrsta skrefið hjá þeim í að safna fyrir útskriftarferð vorið 2017. Við vorum hæst ánægð með hvernig til tókst!


Efst á síðu