Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Verðlaunahafinn Ragnheiður Eyjólfsdóttir kynnti Arftakann

  Rithöfundurinn Ragnheiður Eyjólfsdóttir kom til okkar á aðventunni og las upp úr bókinni Arftakinn - skuggasaga. Það er alltaf ljúft að fá upplestur og kynnast ævintýrum bókanna. Takk fyrir komuna, Ragnheiður og til hamingju með verðlaunin fyrir bókina!

 • Fuglar og fleira í myndlist

  Nemendur í myndlist hafa verið að vinna að ólíkum verkefnum. Hér má sjá sýnishorn en það eru einnig fleiri myndir á myndakrækjunni.

   

 • Eplaskífur, mmmm...

  Á föstudaginn bjuggu nemendur í heimilisfræði til ljúffengar eplaskífur og buðu nemendum og starfsfólki skólans. Þær reyndust mjög góðar og ljúfur bökunarilmur fyllti húsið.

 • Tilkynning frá Slökkviliði vegna skólahalds á þriðjudag

  Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag

   

  Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.

   

  Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann.

   

  Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

   

   

    

  An important announcement from The Capital District Fire Department:

   

  Primary school services will be disrupted due to weather today Tuesday

   

  Due to weather, one can expect a disruption in primary school services in the Reykjavík area today. Schools are open but parents are asked to accompany young children to their schools and not to leave them until they have been safely received by school staff.

   

  Because of the weather the traffic might be slower, so it could take more time to get to school than usually.

   

  Further information on www.shs.is and on Facebook (Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins and lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.) • Ljúf samvera nemenda og fjölskyldna þeirra

  Það var kakóilmur og virkilega ljúf stemning í húsinu á fimmtudaginn. Foreldrar höfðu undirbúið samverustund þar sem piparkökuhús og klippiverk litu dagsins ljós. Tíundu bekkingar opnuðu lítið kaffihús (kakóhús) sem fjáröflun fyrir útskriftarferð. Samverustundir eins og þessar eru ómetanlegar og foreldrahópurinn sem sá um undirbúininginn fær hrós og þakkir fyrir framtakið. Það má skoða fullt af myndum inni á myndakrækjunni en hér birtum örfáar með fréttinni.

 • Gestir frá Samtökunum ´78

  Við fengum tvo góða gesti frá Samtökunum ´78 á dögunum sem ræddu við og fræddu nemendur um hinsegin fólk með öllum sínum blæbrigðum innan raða þess. Nemendur voru mjög duglegir að spyrja spurninga og góðar umræður sköpuðust. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina. 

 • Ragnhildur Hólmgeirsdóttir las úr Koparborginni

  Það er alltaf gaman að fá rithöfunda í heimsókn og það er einnig til marks um að nú fer jólabókaflóðið að streyma. Við fengum góðan gest í vikunni, hana Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, sem las upp úr fyrstu bók sinni, Koparborginni. Atburðarásin var strax grípandi, ljóslifandi og spennandi. Nemendur fengu síðan tækifæri til þess að spyrja Ragnhildi um ýmislegt viðvíkjandi bókinni og tilurð hennar. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og óskum henni alls hins besta á rithöfundarferlinum.

 • Legókrakkar á fullu fyrir keppni

  Laugardaginn 14. nóvember ætla krakkarnir í Legóhópnum að taka þátt í keppninni Lego League í Háskólabíói ásamt á annað hundrað nemendum víðs vegar að á landinu. Þau hafa æft vel síðustu þrjá daga og eru til í slaginn. Við óskum þeim góðs gengis, að sjálfsögðu. Áfram Tjanró!!!!

 • Kahootverkefni

  Síðast liðna þrjá daga unnu nemendur bráðskemmtilegt verkefni. Um var að ræða lestur á stuttum útgáfum af Rómeó og Júlíu, eftir Shakespeare og Innrásinni frá Mars, eftir Orson Wells. Eftir lestur unnu nemendur verkefni, horfðu síðan á kvikmyndir um sama efni og í lokin var hópvinna þar sem unnin var spurningakeppni með því að nota forritið Kahoot. Alls voru hóparnir sjö. Það skapaðist skemmtileg stemning og spenna og auðvitað vann besti hópurinn. Í honum voru: Fanney, Ívana og Gunnur. Flott hjá þeim!  Til hamingju!

 • Hópeflisfyrirlestur í 9. bekk

  Þeir Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur og Evar Friðriksson, sálfræðinemi og leikmaður í meistarflokki Vals í handbolta, voru góðir gestir í 9. bekk fyrir stuttu. Þeir héldu frábæran fyrirlestur um gildi þess að sýna jákvæðni og efla liðsheild í hóp, hvort sem er í íþróttum, bekk eða vinahópi, svo tekin séu dæmi. Líflegar umræður sköpuðust í bekknum. Elvar lýsti eigin reynslu úr handboltanum um hversu áhrifaríkt það er að hvetja og hrósa í stað þess að rífa niður og gagnrýna. Það er einmitt eitt af lykilatriðum í samskiptum okkar á milli! Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og fræðsluna.

 • Halloween 2015

  Það var mikið stuð og hryllingur á Halloween 2015. Nemendur skemmtu sér hið besta í skuggalegu umhverfi og hinum ýmsu búningum. Skoðið fleiri myndir í myndasafninu.

 • Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart

  Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart á föstudaginn. Þeir mættu í morgunsárið, lögðu á borð, bjuggu til skyrhristing, komu með bakkelsi, ávexti og alls konar spil. Síðan var boðið upp á þetta prýðilega góðgæti. Það var virkilega notaleg stemning í skólanum áður en hefðbundin skólavinna tók við eftir 1. kennslustund. Húrra fyrir foreldrum og bestu þakkir!!!!!

 • Gist í Gróttu, frábær samvera

  Haustferðin okkar var að þessu sinni í Gróttu. Hópurinn naut þess svo sannarlega að vera saman, grilla, hafa kvöldvöku, fara í Role Play, spila og spjalla út í eitt. Veðrið var einstaklega gott eins og hópurinn í heild sinni. Skoðið endilega fleiri myndir á myndakrækjunni.  

 • Ævintýravika með 30 erlendum gestum

  Gestirnir okkar frá Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu hafa gert vikuna tilbreytingaríka og skemmtilega. Sextán nemendur frá þessum fimm löndum hafa gist hjá Tjarnarskólakrökkum og fjórtán kennarar eru einnig með í för. Dagskráin hefur verið fjölbreytt; útivera í Gufunesbæ, kynning á miðborginni okkar, Gullni hringurinn, hvalaskoðun, Bláa lónið, Laugardalurinn, sund og Elliðaárdalurinn hafa verið meðal viðkomustaða í vikunni. Þessi gefandi samvera tengist Erasmusverkefni sem Tjarnskælingar taka þátt í og hafa fengið styrk til þess. Um er að ræða gagnkvæmar heimsóknir og samvinnu í gegnum netið. Það er ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í verkefni eins og þessu og það verður spennandi að fá einnig að fara í heimsókn til einverra af þátttökulöndunum í vetur.

 • Fínn haustfundur með foreldrum

  Í vikunni héldum við árangursríkan haustfund með foreldrum. Foreldrar unnu m.a. í hópum við að skipuleggja vetrarstarfið. Margar skemmtilegar hugmyndir eru í farvatninu, s.s. keiluferð, auka-ferðalag, kynning á dúfnarækt, heimsóknir, kynningar, spilakvöld, pizzukvöld.... og fleira. Það er ómetanlegt að fá foreldrana í auknum mæli inn í skólastarfið. Hlökkum til vetrardagskrárinnar.

 • Skólasetning 2015

  Skólasetningin í Dómkirkjunni var ánægjuleg. Sessý Magnúsdóttir, fyrrverandi Tjarnskælingur kom og söng ótrúlega fallega fyrir okkur. Söng okkur inn í nýtt skólaár sem við hlökkum til að takast á við.  Alltaf gaman að hitta nýja nemendur og þá sem voru að koma aftur. Ætlum að hafa stuð og stemningu í vetur. Flottir krakkar í húsi.

 • Nýtt skólaár framundan

  Nú styttist í skólasetninguna sem verður 24. ágúst kl. 16.00 í Dómkirkjunni. Við hlökkum til endurfunda og að hitta nýja nemendur.

  Nýtt skólaár lofar góðu. Kennararnir eru í óða önn að skipuleggja starfið framundan. Það er einnig tilhlökkun að taka á móti hópi erlendra nemenda og kennara í september: Þeir koma frá Finnlandi, Ítalíu, Slóveníu, Grikklandi og Spáni. Það verður spennandi!

  Hlökkum til að hitta ykkur á skólasetningunni!

 • Ánægjuleg skólaslit, þau 30. í röðinni

  Skólaslitin voru einkar ánægjuleg stund fyrir okkur Tjarnskælinga. Einstaklega falleg ávörp yljuðu svo sannarlega. María Solveig, annar stofnandi Tjarnarskóla rifjaði upp skólaárin í Tjarnó, Guðrún, 10. bekkingur hélt ótrúlega fallega útskriftarræðu og pabbi hennar, hann Jón Þór, flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra útskriftarnemenda. Þórdís, ein mamman í 10. bekk bættist einnig í hóp þeirra sem flutti ávarp og Þórir, umsjónarkennari 10. bekkjar kvaddi hópinn sinn á eftirminnilegan hátt........

 • Anna Dögg fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs

  Við vorum afar stolt af Önnu Dögg, nemanda í 9. bekk, sem fékk viðurkenningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur á þriðjudaginn. Athöfnin var í Hlíðaskóla að þessu sinni og var mjög ánægjuleg. Kennarar skólans sendu inn eftirfarandi umsögn um Önnu Dögg : 

  Anna Dögg er öflugur og heilsteyptur einstaklingur. Hún er glaðlynd og félagslynd og hrífur aðra nemendur skólans með sér. Hún hefur lagt félagslífi skólans gott lið og verið tilbúin að leggja  á sig fyrir aðra á því sviði. Hún er góð fyrirmynd. 

  Til hamingju, Anna Dögg!

 • Blóm, gjafir og árnaðaróskir í stórum stíl - bestu þakkir!

  Tjarnarskóla bárust margar gjafir, blóm og árnaðaróskir í afmælisveislunni. Margir lögðu okkur lið við að flytja allt saman yfir í skóla að afmæli loknu og það var afar blómlegt um að litast á kennarastofunni daginn eftir. 


Efst á síðu