Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Tjarnarskóli 30 ára. HÚRRA!

  Fimmtudaginn 21. maí héldum við upp á 30 ára starfsafmæli Tjarnarskóla í Iðnó. Það var ótrúlega gaman að sjá fyrrverandi og núverandi nemendur, starfsmenn og foreldra. Hátt á annað hundrað gestir fögnuðu áfanganum með okkur. Þær Ivana og Stella, núverandi nemendur í skólanum léku á píanó, Margrét skólastjóri flutti ávarp og sýndi stutt myndband um tilurð og fyrstu skrefin við stofnun skólans. Sindri Sindrason, dagskrárgerðarmaður rifjaði upp Tjarnarskólaárin á afar hlýlegan hátt, Sjana Rut, framhaldsskólanemandi og fyrrverandi Tjarnskælingur söng. Starfsmenn Tjarnarskóla færðu skólanum gjöf og þakkir og Salka Sól, fjöllistamaður söng og spilaði fyrir okkur. Eitt lagið sem hún flutti var lag sem hún samndi á meðan hún var í skólanum.  Mjög skemmtilegt! Það var ljúft að upplifa góða stemningu, taka við mörgum árnaðaróskum, blómum og gjöfum á afmælisdeginum. Við erum mjög þakklát fyrir þessa fallegu og góðu stund.Kærar þakkir þið öll sem tókuð þátt!!!! 

 • Samstarf við Skema um forritun

  Það hefur verið gaman að fylgjast með forritunarkrökkunum og Snædísi. Nemendum stóð til boða að taka þátt í forritunarnámskeiði í vali á 3. önn. Kennari frá Skema, hún Snædís, kom til okkar á mánudögum og vann með nemendum að ýmsu er lýtur að forritun. Á myndinni eru flestir í hópnum ásamt Snædísi.Við þökkum henni kærlega fyrir notalega samveru og góða fræðslu.

 • Styttist í afmæli Tjarnarskóla. Við hlökkum til!!!

  Nú styttist í að við höldum upp á 30 ára starfsafmæli Tjarnarskóla. Við ætlum að gera okkur glaðan dag í Iðnó við Tjörnina. Við fáum nemendur og góða gesti til þess að skapa fína stemningu og veitingar verða á boðstólum. Þau Salka Sól söng- og leikkona, Sindri Sindrason, sjónvarpsmaður og Sjana Rut, framhaldsskólanemi, verða góðir fulltrúar fyrrverandi nemenda við að koma okkur í afmælisgírinn. Stella María og Ivana, nemendur í Tjarnarskóla verða einnig með tónlistarflutning. Við vonum að fjölskyldur nemenda fjölmenni og að fyrrverandi nemendur og kennarar ásamt öðrum góðum gestum fagni ærlega með okkur.Fyrir gesti af yngri kynslóðinni verður boðið upp á andlitsmálningu. Við hlökkum til!!!

 • Frábær fyrirlestur Þórdísar um sexting

  Hún Þórdís Elva Þorvaldsdóttir kom til okkar í vikunni og fræddi nemendur um sexting. Hún kom fyrr í vetur með fyrirlestur fyrir foreldra og kennara og þá báðum við hana um að koma og spjalla við nemendur. Það sköpuðust líflegar umræður og það er öruggt að allir fóru upplýstari af þessum frábæra fyrirlestri sem er liður í að vekja alla til umhugsunar um myndbirtingar á netinu og dreifingu á myndefni. Kærar þakkir, Þórdís!

 • María, mamma Júlíönnu í 10. bekk, með fyrirlestur um Afríkuferð

  Það var afar ánægjulegt að fá Maríu, mömmu Júlíönnu í 10. bekk, í heimsókn í vikunni. Hún sýndi okkur myndir og sagði okkur frá heimsókn mæðgnanna til Afríku. Þær heimsóttu skóla sem er rekinn af ABC-hjálparstarfi, en Tjarnskælingar hafa lagt ABC-söfun lið undanfarin ár. Ferðin hefur greinilega verið mikið ævintýri og heillandi að sjá hvað þær upplifðu. Það er mjög gaman þegar foreldrar koma með innlegg eins og þetta í skólastarfið.

 • Opinn fundur skólaráðs 2015

  Í síðustu viku var ,,opinn fundur" skólaráðs Tjarnarskóla. Viðfangsefnið var:  Hvernig getum við aukið samkennd, vellíðan, vináttu og jákvæð samskipti? Einnig var rætt um með hvaða hætti foreldrar geti orðið virkari þátttakendur í skólasamfélagi Tjarnarskóla. Einnig var óskað eftir ábendingum um hvernig hægt er að gera gott skolastarf enn betra. Niðurstöður eru í vinnslu og verða settar inn í fundargerð skólaráðs fljótlega (verður hægt að nálgast á heimasíðu skólans).

 • Helga Júlía kom með Matthildi Júlíu

  Hún Helga Júlía kennari átti litla stúlku í febrúar og þær mæðgur komu í heimsókn til okkar fyrir stuttu. Þrjár stúlkur í 9. bekk tóku sig til og bökuðu köku handa þeim mæðgum og ritarinn, hún Sigrún Edda, prjónaði svo fallegan kjól handa þeirri stuttu. Það var mikil gleði að fá að hitta þær og knúsa litlu Matthildi Júlíu. Við óskum litlu fjölskyldunni alls hins besta.

 • Þemadagavinna

  Þemadagarnir tókust með miklum ágætum. Nemendur unnu að hönnun á alls konar námsspilum og þeim tókst afar vel upp. Á þessum dögum æfa nemendur sig í hópvinnu, að vera skapandi og úrræðagóð og góð samvinna skiptir miklu máli.Tveir hópar unnu til verðlauna fyrir spilin sín: Í fyrsta sæti hópurinn: Rosalie, Kristín, Anna Dögg, Jóhanna, Birgitta og Andrea. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir flotta hönnun. Þau hlutu: Stella, Gunnhildur, Oddlaug, Anna Stella, Sigga og Sóley. Þrír hópstjórar fengu fullt hús stiga: Júlíanna, Vigdís og Rosalie.  Við óskum þeim öllum til hamingju og allir fá þakkir fyrir frábæra þemadaga. Það má sjá fleiri myndir frá þemadagavinnunni á myndasíðunni.

 • Ivana og eggin

  Hún Ivana okkar kom færandi hendi fyrir nokkru. Á hennar heimili er hefð að lita egg í kringum páskahátíðina en hún er haldin talsvert seinna en að öllu jöfnu hér á Íslandi. Við þökkum Ivönu kærlega fyrir eggin og fræðsluna um siðina heima hjá henni. Þar er eggjunum m.a. slegið saman og sterkasta eggið fundið.

 • Tjarnarhreysti fyrir páska

  Það er orðin hefð að halda svo nefnda Tjarnarhreysti daginn fyrir páskafrí. Að þessu sinni var þessi viðburður daginn eftir árshátíðina og þar að auki vorum við með dönsku gestina okkar í húsi. Þrjú lið unnu til verðlauna og fengu páskaegg. Sigurliðið er fremst á myndinni. Tveir dönsku kennararnir kenndu Zumbadans í Iðnó og einnig var keppt í íþróttasalnum. Dönsku kennararnir komu færandi hendi með góðar gjafir. Síðan voru allir leystir út með litlu málsháttapáskaeggi áður en haldið var í kærkomið páskafrí.

 • 1.Apr 1970
  Árshátíðin tókst með miklum ágætum

  Árshátíð nemenda var haldin með pompi og pragt í Iðnó við Tjörnina rétt fyrir páskafríið. Öll umgjörð var hin glæsilegasta, dúkalögð borð, góður matur og skemmtiatriði. Veislustjórar voru engir aðrir en þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson sem slógu í gegn í leikritinu Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu. Þeir fóru vægast sagt á kostum og skemmtu öllum með ótal atriðum. Við þökkum þeim kærlega fyrir að kitla rækilega hláturtaugarnar.....

 • Árshátíðin næst á dagskrá

  Nemendur í árshátíðarnefndinni hafa verið afar duglegir að skipuleggja og tryggja að árshátíðin verði sem glæsilegust. Eins og mörg undanfarin ár höfum við haldið hátíðina í næsta húsi; Iðnó við Tjörnina. Það var  mikil tilhlökkun í húsinu í dag. Nemendur mættu með ýmislegt góðgæti að gæða sér á í morgun. Það voru bakaðar vöfflur og pönnukökur sem undirstrikuðu eftirvæntinguna. Það verður spennandi að sjá árlegt kennaragrín og skemmtiatriði nemenda. Dönsku gestirnir okkar voru einnig góðir þátttakendur. 

 • Tíu góðir danskir gestir í viku

  Við höfum haft tíu danska gesti frá Roskilde í Danmörku í heimsókn í þessari viku. Það hefur verið afar ánægjulegt að hafa þessa góðu gesti í húsi í heila viku. Þeir hafa kynnt sér skólastarfið í Tjarnarskóla og tekið þátt í kennslunni þessa daga. Þessi heimsókn er liður í því að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi með gagnkvæmar heimsóknir í huga á milli Tjarnarskóla og skólans þeirra í Roskilde. Nemendur undirbjuggu sig fyrir 

 • Heimsókn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ

  Tíundu bekkingar, Sirrí og Hans, einn danski gesturinn okkar,  fóru í heimsókn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ fyrri stuttu. Þau fengu prýðilegar móttökur og fannst mikið til um nýja byggingu skólans. Það var greinilegt að nemendum leist vel á skólann.

 • Þórdís Elva fræddi um ,,sexting"

  Foreldrafélag Tjarnarskóla fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur til þess að fræða foreldra og kennara um svo nefnt ,,sexting" (orðið á rætur sínar í sex og texting). Erindi Þórdísar var afar áhugavert og áhrifaríkt. Hún leiddi okkur inn í netheima og sýndi okkur hvernig myndbirtingar og skilaboð geta verið mjög afdrifarík. Dæmi eru um að einstaklingar hafi í raun tapað mannorði sínu á þessum vettvangi. Næsta skref er að fá Þórdísi til að halda fyrirlestur fyrir nemendur. Við hvetjum alla foreldra til þess að kynna sér málið.

 • Sólmyrkvastemning

  Það skapaðist skemmtileg stemning í skólanum á sólmyrkvamorgninum góða. Allir fengu þessi fínu gleraugu að gjöf og héldu út í góða veðrið. Ótrúlegur fólksfjöldi var við Tjarnarbakkann og veðrið hið fegursta. Skemmtileg upplifun. Við erum þakklát fyrir gleraugun góðu, bestu þakkir!

 • Gestir frá Herranótt í MR

  Á dögunum komu gestir frá Herranótt Menntaskólans í Reykjavík og kynntu rokksöngleikinn Vorið vaknar. Í hópnum var hún Margrét okkar Andrésdóttir, fyrrverandi Tjarnskælingur. Við þökkum gestunum kærlega fyrir heimsólknina og óskum þeim alls góðs á leiklistarbrautinni.

 • Fimmmenningar, Birna og Sirrí í Feneyjum

  Þau Anna Dögg og Vigdís í 9. bekk, Anna Lucia, Guðrún og Sigurður Hákon í 10. bekk ásamt kennurunum Birnu Dís og Sirrí fóru til Ítalíu og Slóveníu á sunnudaginn. Þessi ferð er liður í Evrópuverkefni sem við erum að taka þátt í ásamt nemendum í fimm öðrum löndum. Við höfum fylgst með þeim í gegnum Fésbókina og sáum þessa fínu mynd af þeim í Feneyjum. Nemendur gista hjá ítölskum fjölskyldum og nota ensku óspart.  Það verður gaman að fá ferðasöguna þegar þau koma aftur til baka, sunnudaginn 8. mars. Sendum þeim bestu kveðjur úr Tjarnó. 

 • Ungbarnadagar hjá 10. bekkingum

  Ungbarnadagarnir hjá 10. bekkingum gengu afar vel.  Tíundu bekkingarnir okkar eru þeir sjöttu í röðinni sem taka þátt í þessu verkefni. Það gengur út á að kynnast því hvaða ábyrgð og álag felst í því að hugsa um ungbarn. Nemendur eru með ,,ungbarnið" í tvo sólarhringa og þurfa að gæta þess að barninu sé hlýtt og fái að drekka. Það þarf einnig að skipta um bleyju, láta barnið ropa, rugga því og sýna því athygli og umönnun. Það er alltaf mjög skemmtilegt yfirbragð í skólanum þessa tvo daga sem nemendur eru með ,,börnin". Það má iðulega heyra barnsgrátur og við hin fylgjumst með. Síðan eru oft blendnar tilfinningar að skila barninu eftir tvær nætur og tvo daga. Nemendur stóðu sig afar vel í þessu verkefni. 

 • Myndatökur fyrir nýjan Tjarnarskólabækling

  Fyrir stuttu var mikið umleikis í skólanum vegna myndatöku fyrir nýjan Tjarnarskólabækling. Það var lærdómsríkt að fylgjast með hvernig ljósmyndari, förðunarfræðingur og stílisti unnu með nokkrum frábærum Tjarnskælingum við verkefnið. Margrét smellti nokkrum myndum af meðan á þessu öllu saman stóð.  Við hlökkum til að sjá hvernig til tókst og nemendur fá bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma í þetta og foreldrar fyrir að leyfa þeim að taka þátt.


Efst á síðu