Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Smíðakrakkar í góðum gír 13. des.

  Flottur hópur í smíði smiley

 • Jólaganga í íþróttatímanum 10. des

  Jóla-jóla-jóla.... ganga! 

 • Jólalegur föstudagur, skautar, jólamynd, jólapeysur...... 7. des.

  Það er nauðsynlegt að gera sér dagamun. Þess vegna ákváðum við hafa kakó, piparkökur, jólapeysur, skautaferð á Ingólfstorg og almennt jólalegan föstudag!!!

 • Níndubekkingar fóru á Listasafn Íslands 5. des.

  Níundubekkingar fóru á Listasafnið á sýninguna Lífsblómið, fullveldi Íslands í 100 ár. Mjög áhugaverð sýning. 

 • Íþróttir í snjónum 5. des.

  Það er hressandi að hafa íþróttatíma utan dyra. Hafa með sér húllahring eða eitthvað annað. Það er nefnilega það!

 • Aðventustund foreldrafélagsins 28. nóv.

  Kæra foreldraráð Tjarnarskóla! Bestu þakkir fyrir FRÁBÆRA samverustund í gær!!!!! Þetta tókst alveg meiri háttar vel, Flott verkefni, góð stemning og allt svo ljúft og fallegt! Við erum afar þakklát fyrir ykkar góða framlag og hvernig til tókst. Húrra fyrir ykkur! Líka fyrir ykkur, tíundu bekkingar og foreldrar! Hlaðborðið var glæsilegt og veitingarnar ljúffengar. Allir tóku þátt!!!!!! Myndirnar tala einnig sínu máli, enn og aftur takk fyrir ykkur!

 • 1.Des 1970
  Tíundubekkingar í heimsókn á RUV 23. nóv.

  10. bekkur fór í heimsókn á RÚV. Við fengum kynningu á UngRÚV og kíktum í stúdíó, búningageymslu og safnið þeirra svo eitthvað sé nefnt. Hluti af hópnum er á ,,storyinu” á Instagram hjá UngRÚV í dag. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn.

 • Fræðsla Magnúsar Stef og Davíðs fyrir nemendur og foreldra 22. nóv.

  Það er brýnt fyrir alla að huga að forvörnum og fræðast um áhrif skaðlegra efna fyrir líkama og sál. Þeir Magnús og Davíð mættu í morgunsárið og fræddu nemendur en síðdegis var sambærileg fræðsla fyrir foreldra og starfsmenn undir yfirskriftinni: Að vera sjáandi. Það var einstaklega góð mæting foreldra. Flott hjá þeim!!! Vonandi hafa skapast góðar umræður um viðfangsefnið til þess að forðast að bjóða hættunni heim.

 • Guðrún Ýr Guðmundsdóttir fékk íslenskuverðlaun Skóla- og frístundasviðs

  Það var hátíðleg stund í Hörpu á degi íslenskrar tungu, þegar Guðrún Ýr í 10. bekk tók við íslenskuviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Hún var í glæstum hópi nemenda sem voru tilnefndir af kennurum í sínum skólum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, afhentu viðurkenningarnar sem voru verðlaunaskjal og bók með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Við erum stolt af Guðrúnu og samgleðjumst henni og fjölskyldu hennar. Innilega til hamingju, Guðrún Ýr.

 • Heimsókn í Seðlabanka Íslands 19. nóv.

  Nemendur í 10. bekk fengu að kynnast innviðum Seðlabankans og fræðast um starfsemina þar. 

 • Tíundubekkingar á Landspítalakynningu 14. nóv.

  Nemendur okkar hafa farið árlega á kynningu hjá Landspítalanum. Þar er vel staðið að því að kynna fjölbreytta starfsmöguleika. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur.

 • Lego League keppnin 2018 10. nóv.

  Legoliðið okkar keppti í Lego League grunnskólakeppninni í Háskólabíói. Þeir Róbert, Óðinn, Ásgeir og Snorri voru mjög kappsamir í undirbúningnum. Að sögn Þóris kennara má fullyrða að nemendur unnu persónulega sigra í aðdraganda keppninnar og á keppnisdag þó að verðlaun hafi ekki verið í boði. Það er svo skemmtilegt við keppni af þessu tagi að nemendur safna í reynslupokann og læra heilmikið um sjálfan sig og út á hvað hópvinna gengur. Við þökkum strákunum fyrir að vera góðir fulltrúar Tjarnarskóla í keppninni og sjáum fram á ennþá sterkara lið á næsta ári!!! Við þökkum einnig nágrönnum okkar í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar fyrir að leyfa þeim að nýta aðstöðu þar síðustu tvær vikurnar. Flott hjá ykkur strákar!!!

 • Mikil sorg í Tjarnarskóla, Hlynur Snær Árnason, fyrrverandi Tjarnskælingur kvaddur 10. nóvember

  Undanfarna daga höfum við verið að horfast í augu við þá staðreynd að hann Hlynur okkar Snær er dáinn. Útförin hans fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni í Lindakirkju. Nemendur og starfsmenn Tjarnarskóla eru afar þakklátir fyrir þann tíma sem þeir áttu með Hlyni Snæ í 8., 9. og 10. bekk.  Hann var eftirminnilegur félagi. Hann lét sér annt um aðra nemendur og lagði lið þegar hann taldi að einhverjum liði illa.  Hann var ótrúlega góður við Mola skólahund. Hann var húmoristi og klár strákur. Við munum eftir hvað hann var litríkur í klæðaburði og hafði fallegt bros. Hann var óspar á að gefa okkur hlý knús og hrósa. Okkur finnst erfitt að hugsa til þess að fá ekki fleiri tækifæri til að hitta hann. Minning hans lifir áfram með okkur. Hann var góður drengur. Við erum með hugann hjá foreldrum hans sem voru einstaklega góðir samstarfsmenn meðan Hlynur var í Tjarnarskóla. 

  Það er erfitt að meðtaka að hann komi ekki aftur. Hann verður áfram í  minningum okkar. Þær eru með appelsínugulu ívafi.

 • Tjarnarskólakrakkar tóku þátt í Skrekk 2018 7. nóv

  Hópur Tjarnskælinga tók þátt í Skrekk 2018. Við erum mjög stolt af krökkunum okkar! Þeir voru sjálfstæðir í undirbúningnum, unnu vel saman og lögðu sig fram! Flottir fulltrúar skólans! Til hamingju foreldrar með unglingana ykkar. Þátttaka í Skrekk er verða að skemmtilegri hefð Tjarnó. Takk líka Birna Dís og Helga Júlía að halda utan um allt saman og takk líka foreldrar sem lögðu lið.

 • Halloweendagur 31. október

  Nemendur ákváðu að mæta í búningum í tilefni af Halloween. Alltaf fjör og stemning í kringum það.

 • Þorgrímur Þráinsson gestur 23. okt.

  Það var enn meiri gestagangur í 10. bekk í dag þegar Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, flutti frábæran fyrirlestur sem hann nefnir: ,,Verum ástfangin af lífinu". Hann var með dásamleg skilaboð til nemenda og þessir tímar voru sannkallaðir mannræktartímar!

 • Rosalie Rut skiptinemi 23. okt.

  Rosalie Rut Sigrúnardóttir, AFS-skiptinemi og fyrrverandi Tjarnskælingur, var gestur hjá 10. bekk í dag. Hún sagði nemendum frá dvöl sinni í Bandaríkjunum og þeim tækifærum sem skiptinám felur í sér.

 • Nemendur í íþróttavali fóru í frisbígolf

  Gaman í frisbígolfi í frábæru veðri!

 • Áttundubekkingar fóru á barnabókahátíðina Úti í Mýri

  Hátíðin var í Norræna húsinu en nemendur fræddust m.a. um Valhalla (Goðheima) hjá höfundinum Peter Madsen.

 • Frábær samvera með Dönunum 9. okt.

  Kæru Tjarnarskólafjölskyldur! Við sendum ykkur margfaldar þakkir fyrir ykkar þátt í að gera Danaheimsóknina eftirminnilega. Gestgjafar eiga auðvitað stærsta þáttinn en þið sem lögðuð til veitingar á morgunverðarhlaðborðið, lánuðu það sem þurfti, senduð tillögur eða hvað annað: Þið áttuð svo sannarlega risastóran þátt í að láta gestunum líða vel . Við erum afar glöð með hvernig til tókst til. Ævintýri Tjarnskælinga í Danmörku verður örugglega skemmtilegt þegar þar að kemur. Danirnir eru mjög fúsir að endurgjalda gestrisni ykkar. 


Efst á síðu