Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 5. mars Rýmisæfing í dag

  Gátum loksins haft rýmisæfingu í dag. Tókst frábærlega vel; hópurinn var 1 mín. og 20 sekúndur að rýma húsið. Glæsilegt!

 • 3. mars Samvinna og keppnisandi í 10. bekk

  Samvinna og keppnisandi ríkti hjá 10. bekk í morgun þar sem þau eru á fullu að taka þátt í fjármálaleikunum hjá Birnu í fjármálafræðslunni. Nú verður bara spennandi að sjá í hvaða sæti þau lenda í keppninni.

 • 26. feb. Níundi bekkur á sýningu hjá Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu

  Níundi bekkur fór á sýningu hjá Íslenska dansflokkunum í Borgarleikhúsinu; Black Marrow. Mögnuð sýning.

 • 19. feb. Fjör á Joe & The Juice - viðurkenning fyrir rannsóknarverkefni

  Fjör á Joe & The Juice í hádeginu í dag. Rannsóknarverkefnishópurinn fékk sér safa og samloku í boði Tjarnó. Flottur hópur sem skilaði framúrskarandi verkefnum!

 • 17. febrúar Öskudagurinn; Vöffluvagninn kom á Tjarnarbakkann

  Við gerðum okkur glaðan dag á öskudaginn eins og venjulega. Sumir mættu í búningi og allir glöddust þegar Vöffluvagninn mætti á Tjarnarbakkann. Ljúffengar vöfflur og kakó í boði skólans fyrir alla. Mmmmmmmm....

 • 12. febrúar Annarlok; boðið í keilu og pizzuhlaðborð

  Til að fagna annarlokum buðum við nemendum í keilu og pizzur í hádeginu; þvílíkt hlaðborð í boði 🙂 - allir örugglega saddir áður en keilan byrjaði kl. 12.00.

   

 • 12. febrúar Viðurkenningar fyrir framúrskarandi rannsóknarverkefni

  Í morgun veittum við viðurkenningar fyrir framúrskarandi rannsóknarverkefni. Níu nemendur fengu viðurkenningarskjal og þeim verður síðan boðið í ljúffenga hádegishressingu á næstunni. Þeir sem sköruðu fram úr eru: Kristinn og Viðja í 8. bekk, Dharma, Sólveig og Þórunn í 9. bekk og Árni, Benedikt, Ísak og Katrín í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingu!

 • 9. febrúar Tíundu bekkingar á sýningu í Norræna húsinu

  10. bekkur skellti sér út úr húsi eftir hádegi og fór í heimsókn í Norræna húsið á myndlistarsýninguna Undir niðri. Mjög áhugaverð samsýning eftir norrænar listakonur.

 • 22. jan. Rannsóknarverkefni 2021

  Í byrjun vikunnar skiluðu nemendur afar fjölbreyttum rannsóknarverkefnum. Hugmyndaflugið og áhugasvið nemenda birtist mjög vel í þessum verkefnum. Sýningin að þessu sinni var án foreldra en hver um sig kynnti sitt verkefni fyrir kennurum og nemendum. Það var mjög skemmtilegt að skoða þessi verkefni. 

 • 20. jan. Ungbarnadagar í 10. bekk

  Nú eru 10. bekkjar foreldrar komnir í afa- og ömmuhlutverkið þar sem fjölgun varð umtalsverð í bekknum í dag. Undirbúningur hófst í gær þegar Ólafur Grétar kom með fræðslu og leyfði nemendum að prófa að vera ,,óléttir". Það má búast við að einhverjir missi svefn í nótt. Gangi þeim vel. Þetta er ellefta árið sem nemendur fá að taka þátt í þessu óvenjulega verkefni í Tjarnó.

 • 11. jan. 8. bekkur á Listasafn Reykjavíkur

  8. bekkur heimsótti sýninguna Gilbert og George í Listasafni Reykjavíkur. Alveg óhætt að segja að listamennirnir hafi fangað athygli nemenda. Það var mikið flissað smiley

 • 17. des.: Skautaferðir á þemadögum fyrir jól

  Síðustu þrjá daga fyrir jól vorum við með skemmtilega þemadaga. Nemendur gerðu jólaheimasíður og voru hugmyndaríkir í útfærslum. Allir bekkir fóru á skautasvellið á Ingólfstorgi, einn bekkur hvern dag. Mjög skemmtilegt! 

 • 11. des.: Óvæntur glaðningur frá foreldrafélaginu; Vöffluvagninn!

  Bestu þakkir, kæru foreldrar. Það varð mikil vöfflu- og kakóstemning!

  Hér er hlekkur á myndband af viðburðinum.

   

 • 10. des.: Skemmtileg ,,heimsókn" Ævars vísindamanns

  Skemmtileg rafræn heimsókn í morgun í 8. bekk. Ævar vísindamaður ,,kom" til að segja nemendum frá bókinni ,,Þín eigin undirdjúp". Nemendur voru mjög virkir í að spyrja og koma með hugmyndir.

 • 26. nóvember: Jólalegur föstudagur

  Venjulega eru foreldrar með viðburð síðasta fimmtudag í nóvember. Að þessu sinni fórum við nýjar leiðir og settum okkur í jólagírinn án aðstoðar foreldra. 

 • 19. nóv.: Fallegur dagur - glaðst á svelli

  Skemmtilegt að prófa Tjaranarsvellið á fallegum vetrardegi.

 • 16. nóv.: Árni fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu

  Dagur íslenskrar tungu var viðburðaríkur hjá okkur. Á hverju ári sendum við tilnefningar til Reykjavíkurborgar um nemanda sem hefur sýnt góð tilþrif í notkun íslenskunnar. Verðlaunaafhending hefur farið fram í Hörpunni - mjög hátíðleg athöfn en frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti er verndari íslenskuverðlaunanna. Að þessu sinni tilnefndum við 10. bekkinginn Árna Kristin Hilmarsson. Vegna óvenjulegra aðstæðna var okkur falið að halda okkar eigin verðlaunaafhendingu. Við sýndum meðfylgjandi myndband áður en við héldum út í Mæðragarðinn. Þar fékk Árni skjal og bók með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar að viðstöddum foreldrum Árna, nemendum og kennurum. Síðan var boðið upp á kakó í kleinur. Það var einnig annað tilefni til að gleðjast, því síðasta prófdaginn bar upp á dag íslenskrar tungu. Við óskum Árna og foreldrum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

 • 30. okt.: Hrekkjavökuskóli

  Hrekkjavakan með sínu sniði - á skólatíma. Betra en ekkert á covidtíma.

 • 29. okt.: Hrekkjavökuundirbúningur

  Þrátt fyrir covidhömlur ákváðum við að hafa okkar útfærslu á Hrekkjavöku og ,,skreyttum" húsið fyrir morgundaginn. 


Efst á síðu