Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 2. mars: Öskudagur

  Alltaf gaman að öskudegi í Tjarnó; vöfflubíllinn, spil og huggulegheit.

 • 25. febrúar: Valgerður hlaut íslenskuverðlaun Reykjavíkurborgar

  Það var afar ánægjulegt að vera viðstödd verðlaunaafhendingu íslenskuverðlauna Reykjavíkurborgar á alþjóðadegi móðurmálsins, í vikunni. Við í Tjarnarskóla tilnefndum Valgerði okkar Ólafsdóttur í 10. bekk til að taka við viðurkenningunni. Viðburðurinn var haldinn í Hörpu þar sem viðurkenningar voru veittar til unga fólksins í reykvískum grunnskólum. Þetta var bæði hátíðlegt og fallegt. Við erum afar stolt af Valgerði og óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju. 

 • 7. feb.: Flott rannsóknarverkefni

  Rannsóknarverkefnin voru mjög fjölbreytt að vanda, nemendur kynntu hver fyrir sig fyrir nemendum og kennurum. Að þessu sinni var ekki unnt að bjóða foreldrum að skoða verkefnin vegna covidaðstæðna, því miður.  

 • 18. des. Litlu jólin, verðlaun og síðan jólafrí

  Síðasti dagur fyrir jól er alltaf kærkominn. Við hittumst, fáum okkur sparinesti, hlustum á jólatónlist, skiptumst á smápökkum og höfum það kósý. Við höfðum einnig verðlaunaveitingu fyrir þemadagana í desember. Nemendur hönnuðu og skrifuðu barnabækur og stóðu sig ótrúlega vel. Síðan héldu allir í jólafríið góða. 

 • 7. des. Sýning, spariföt og hópverkefni um hringinn

  10. bekkur fór á sýninguna Regnbogaþráður á Þjóðminjasafninu en hún fjallar um hinsegin söguna á Íslandi. Í dag mættu margir prúðbúnir og við unnum m.a. hópverkefni um hringinn í stærðfræði.

 • 8. des. Allir á skauta á Ingólfstorgi

  Orðin hefð að bregða okkur á skautasvellið í desember, alveg frábær stemning og góð tilbreyting.

 • 6. des. Jólalegt í Tjarnó

  Erum að setja okkur í gírinn....

 • 6. des. Myndir úr leirlistinni

  Kristín Ísleifsdóttir, leirlistarkennari, sendi okkur skemmtilegar myndir úr leirlistinni. Takk frábæra Kristín.

 • 30. nóv. A Bra Ka da bra töfrar samtímalistar á LÍ

  A Bra Ka da bra töfrar samtímalistar. Ótrúlega skemmtileg sýning á Listasafni Íslands. Áttundubekkingar skoðuðu og nutu.

 • 22. nóv. Annaskipti, kleinur og kakó

  Annasskipti framundan, vitnisburður og viðtöl framundan. Héldum upp á þetta með kleinum og kakói.

  Kleinur klikka ekki. 

 • 19. nóv. Jólapeysur hannaðar

  Þessi frábæra jólapeysa var hönnuð og útfærð af Sólrúnu í 9.bekk í dag - ekkert smá flott!

 • 17. nóv. Skerpuferð í Þjóðminjasafnið

  10. bekkur rölti á Þjóðminjasafnið í Skerpu í dag. Skemmtileg og fróðleg heimsókn og hópurinn var mjög áhugasamur.

   

 • 1. nóv. Sýningin Time matter Remains Trouble

  Níundubekkingar heimsóttu Norræna húsið og sáu sýninguna Time matter Remains Trouble. Þar mátti kynna sér aðferðir sem manneskjur nota til að varðveita efni, fyrirbæri og þekkingu. Áhugaverð sýning.

   

 • 29. okt. Hrekkjavaka og glaðningur foreldrafélagsins

  Foreldrar undirbjuggu þessa fínu morgunhressingu fyrir okkur í Tjarnó. Hrekkjavökustemning var alls ráðandi og starfsmenn og nemendur voru talsvert hræðilegir. Nemendur höfðu skreytt húsið hræðilega. Um miðjan morgun leituðu nemendur að svörum við spurningum úr hræðilegri framhaldssögu eftir Ævar vísindamann. Verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og flestu svörin úr framhaldssögunni. Svaka flott hjá krökkunum. **Klappmyndband **var sérstaklega tekið upp til þess að þakka foreldrum fyrir veisluna. Enn og aftur; takk foreldrar, takk, krakkar og takk kennarar fyrir skemmtilegan dag!

   

 • 21. okt. Myndlistarkonan Jóna Hlíf í heimsókn

  Tíundubekkinar fengu myndlistarkonuna Jónu Hlíf  í heimsókn en við vorum svo heppin að vera valin fyrir skólakynningu listamanns þetta árið. Jóna Hlíf gaf okkur innsýn í störf myndlistarmannsins. Mjög skemmtileg heimsókn. Hægt er að skoða verkin hennar á www.jonahlif.is. 

 • 14. okt. Frábært að fara í Gerðuberg

  Níundubekkingar fóru á Borgarbókasafnið í Gerðubergi en þar er búið að setja upp ævintýraheim úr bókum. Við fengum frábæra kynningu á myndasögum og svo spunatónleika í lokin. Mælum með heimsókn í Gerðubergið.

 • 7. - 8. okt. Haustferð yfir nótt í Ölver

  Haustferðin tókst afar vel. Dvalið var í Ölveri, boðið upp á súkkulaðiköku um miðjan dag, Taco veislu um kvöldið, Quiz að hætti 10. bekkjar, farið í feluleik í myrkrinu, spilað, spjallað og margt fleira. Gaman að vera saman.

 • 5. okt. Nemendur í 9. bekk á Listasafn Íslands

  Nemendur kynntu sér sýningu á verkum listamannsins Muggs. 

 • 28. sept. Níundu bekkingar fóru á Þjóðminjasafnið

  Alltaf eitthvað nýtt að sjá á safni íslensku þjóðarinnar. 

 • 22. sept. Kosið í nemendaráð, skólaráð og í krakkakosningum

  Héldum upp á þetta allt í hádeginu og gæddum okkur á skúffuköku 🙂. Tveir fulltrúar úr hverjum bekk koma til með að vera í nemendaráðinu en hér hefur gilt sú regla að þeir sem vilja vera þátttakendur í að skipuleggja viðburði og leggja sitt af mörkum eru líka boðnir velkomnir til starfa.

  Fulltrúar 8. bekkinga í nemendaráði eru: Nadía, Elísabet og Lilja til vara.Í 9. bekk: Kayla, Leon og Fía til vara.Tíundu bekkingar völdu Þórunni, Dhörmu og Sól til vara.

  Í kosningu allra nemenda í skólanum í skólaráð fékk Þórhildur í 9. bekk afgerandi kosningu. Hún kemur til með að vera í ráðinu í tvö ár, en í fyrra var Birna, sem er núna í 10. bekk kosin til tveggja ára. Við óskum þessum frábæru krökkum til hamingju og hlökkum til að vinna með þeim í vetur.

  Ath. Vantar Fíu, Þórunni og Birnu á myndina.


Efst á síðu