Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

8. mars: Geðlestin í heimsókn

Fengum góða gesti í heimsókn í dag. Fulltrúar frá Geðlestinni mættu í hús en Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum. Nemendur fengu fyrirlestra, fengu að sjá myndbönd og svo var EmmSé Gauti rúsínan í pylsuendanum. Þetta var góð heimsókn. Við þökkum fyrir okkur. 


Efst á síðu