Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

25. febrúar: Valgerður hlaut íslenskuverðlaun Reykjavíkurborgar

Það var afar ánægjulegt að vera viðstödd verðlaunaafhendingu íslenskuverðlauna Reykjavíkurborgar á alþjóðadegi móðurmálsins, í vikunni. Við í Tjarnarskóla tilnefndum Valgerði okkar Ólafsdóttur í 10. bekk til að taka við viðurkenningunni. Viðburðurinn var haldinn í Hörpu þar sem viðurkenningar voru veittar til unga fólksins í reykvískum grunnskólum. Þetta var bæði hátíðlegt og fallegt. Við erum afar stolt af Valgerði og óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju. 


Efst á síðu