Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

29. okt. Hrekkjavaka og glaðningur foreldrafélagsins

Foreldrar undirbjuggu þessa fínu morgunhressingu fyrir okkur í Tjarnó. Hrekkjavökustemning var alls ráðandi og starfsmenn og nemendur voru talsvert hræðilegir. Nemendur höfðu skreytt húsið hræðilega. Um miðjan morgun leituðu nemendur að svörum við spurningum úr hræðilegri framhaldssögu eftir Ævar vísindamann. Verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og flestu svörin úr framhaldssögunni. Svaka flott hjá krökkunum. **Klappmyndband **var sérstaklega tekið upp til þess að þakka foreldrum fyrir veisluna. Enn og aftur; takk foreldrar, takk, krakkar og takk kennarar fyrir skemmtilegan dag!

 


Efst á síðu