Héldum upp á þetta allt í hádeginu og gæddum okkur á skúffuköku . Tveir fulltrúar úr hverjum bekk koma til með að vera í nemendaráðinu en hér hefur gilt sú regla að þeir sem vilja vera þátttakendur í að skipuleggja viðburði og leggja sitt af mörkum eru líka boðnir velkomnir til starfa.
Fulltrúar 8. bekkinga í nemendaráði eru: Nadía, Elísabet og Lilja til vara.Í 9. bekk: Kayla, Leon og Fía til vara.Tíundu bekkingar völdu Þórunni, Dhörmu og Sól til vara.
Í kosningu allra nemenda í skólanum í skólaráð fékk Þórhildur í 9. bekk afgerandi kosningu. Hún kemur til með að vera í ráðinu í tvö ár, en í fyrra var Birna, sem er núna í 10. bekk kosin til tveggja ára. Við óskum þessum frábæru krökkum til hamingju og hlökkum til að vinna með þeim í vetur.
Ath. Vantar Fíu, Þórunni og Birnu á myndina.