Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

7. júní Útskrift og skólaslit í 36. sinn í Dómkirkjunni

Heil og sæl öll og kærar þakkir fyrir síðast, á skólaslitum í 36. sinn í Dómkirkjunni 8. júní síðast liðinn.

Langar að deila með ykkur myndum sem ég tók um leið og ég þakka aftur þeim sem lögðu fram sinn skerf til að gera athöfnina ánægjulega. Kærar þakkir til Arndísar í 8. bekk fyrir frábæran tónlistarflutning á víóluna sína, Árna í 10. bekk fyrir skemmtilega ræðu útskriftarnemanda, Helgu Ægisdóttur, mömmu í 10. bekk fyrir dásamlega ræðu. Einnig Guðrúnu Evu í 10. bekk fyrir fallega sönginn.

Sex nemendur í 10. bekk fengu viðurkenningar; þau Ívar, Katrín, Árni, Nikolai, Guðjón Már og Kristófer Óli. Fimm nemendur í 9. bekk, þau Þórunn, Dharma, Eyjólfur, Elmar og Sólveig og þrír nemendur í 8. bekk; þau Kayla, Arndís og Ingibjörg.

Útskrift 10. bekkinganna var ánægjuleg, eins og alltaf, en að þessu sinni útskrifuðust 18 nememendur sem halda nú inn í nýjan kafla í skólagöngunni. Helga Júlia, umsjónarkennari, kvaddi þá svo fallega. Ég óska þeim allra heilla.

Svo kvöddum við einnig Helgu Markúsdóttur sem lauk starfsferlinum sínum hjá okkur. Þakka þér enn og aftur, Helga mín.

Fulltrúar í foreldrafélaginu fengu líka þakkir.

Í lokin fórum við út í skóla þar sem var fjölmenn kveðjustund með fjölskyldum 10. bekkinga, það eru nokkrar myndir þaðan líka.

Njótið sumarsins!  Kv. Margrét


Efst á síðu