Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

4. maí Aldeilis frábær árshátíð

Stærsti viðburður vetrarins, árshátíðin 2021 var á fimmtudaginn. Hún var svo skemmtileg! Við vorum mjög stolt af krökkunum. Nemendur í 10. bekk lögðu mikið á sig til að kvöldið yrði eftirminnilegt. Guðrún og Árni voru glæsilegir kynnar, mörg skemmtiatriði voru flutt, nemendur fengu alls konar tilnefningar, galdur, dansar, herrar og ungfrúr bekkjanna, skemmtilegt tónlistarval Ragnheiðar, oooog ekki má gleyma kennaragrínunum. Voru alveg frábær í ár. Birna, Goði, Guðrún og Guðjón Már voru með frábær tónlistaratriði. Húrra fyrir ykkur, krakkar


Efst á síðu