Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

11. mars Tíundu bekkingar í framhaldsskólaheimsóknum

Krakkarnir í 10. bekk eru búin að vera á ferð og flugi í þessari viku. Við fórum í heimsókn í Borgarholtsskóla á mánudaginn, á þriðjudaginn fórum við í Borgarleikhúsið og sáum leiksýninguna, Allt sem er frábært. Eftir hádegið skoðuðum við Menntaskólann í Kópavogi og í morgun fórum við á kynningu í Tækniskólanum. Síðan eru nokkrir úr bekknum skráðir á kynningu í Versló í dag klukkan 15:00.


Efst á síðu