Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

20. sept. til 12. okt.: Covidsmit kom upp í skólanum

Það var mjög lærdómsríkt að fara í gegnum það ferli að takast á við covitsmit í skólanum sem kom upp síðla september. Fimm starfsmenn og 10 nemendur smituðust. Allt fór þó vel og við öll reynslunni ríkari. Mikill samhugur var í okkar litla skólasamfélagi og eftir situr mikið þakklæti fyrir hýjar orðsendingar og hvatningu á þessum erfiða tíma. Nemendur stunduðu fjarnám í þrjár vikur. Mikið reyndi á þá kennara sem veiktust ekki við að halda öllum við efnið- en hinir lögðu einnig ótrúlega mikið af mörkum þrátt fyrir veikindi. Það kom sér aldeilis vel að allir nemendur eru með Chrome Book tölvur til afnota. Takk öll fyrir frábæra frammistöðu!


Efst á síðu