Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

15. sept.: Samhristingur og pizzur og verðlaun

Á föstudaginn var fyrsta æfing í hópvinnu í blíðskaparveðri. Við leggjum mikið upp úr að nemendur læri að vera góðir liðsmenn í hóp, sem er mikil æfing og stundum áskorun. Í lokin var öllum boðið upp á pizzur í hádeginu. Það var skemmtilegt að þeir hópar sem urðu í 1. og 2. sæti voru annars vegar stelpuhópur en hins vegar strákahópur. Þessir tveir hópar fá að fara saman á kaffihús á morgun, á skólatíma. Við óskum þeim innilega til hamingu. Í hópunum voru: Freyja og Gabríela í 8. bekk, Dharma og Sólveig í 9. bekk og Katrín í 10. bekk. Í stákahópnum voru: Kjartan og Eyjólfur í 9. bekk, Óðinn, Benedikt og Kristófer í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingju með viðurkenningarnar.


Efst á síðu