Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

9. júní Ásthildur Emelía fékk nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Við erum mjög stolt af Ásthildi Emelíu,10. bekkingi sem við tilnefndum til nemendaverðlauna Skóla- og frístundasviðs. Hver skóli tilnefnir einn nemanda til að taka við þessum verðlaunum. Í rökstuðningi okkar segir: Ásthildur er afar kappsamur nemandi sem leggur sig fram og sýnir mikla þrautseigju. Ásthildur hefur verið virk í sviðslistum árin þrjú í Tjarnarskóla, hefur jákvæð áhrif á bekkjarandann og hefur einlægan áhuga á loftslagsmálum. Hefur sýnt það í verki með því að mæta vikulega á Austurvöll stóran hluta vetrar en gætt þess vel að það komi ekki niður á náminu. Ásthildur hefur mikinn drifkraft og hrífur aðra með sér og er vel að verðlaununum komin. Til hamingju, Ásthildur Emelía og fjölskylda!     smiley

smiley


Efst á síðu