Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

5. júní Skólaslit og útskrift í 35. sinn

Við vorum afar glöð með skólaslitin nr. 35 í Dómkirkjunni. Sólin skein og gleðin við völd. Við útskrifuðum 20 frábæra krakka og glöddumst yfir áfanganum með þeim. Níu nemendur, þar af tveir 9. bekkingar luku samtals 14 framhaldsskólaáföngum. Dúxinn í 10. bekk hún Rakel Björginsdóttir var með óvenjulega glæsilegt útskirftarskírteini; var með A í öllum greinum! Við munum ekki eftir öðru eins. Ívar Björgvinsson í 9. bekk lauk tveimur fjarnámsáföngum ásamt öðrum 9. bekkingi honum Árna Kistni Hilmarssyni en Ívar fékk 10 fyrir framhaldsskólastærðfræðiáfangann. Glæsilegt! Margir fengu hrós og viðurkenningar, m.a. hún Ásthildur okkar fyrir að vera mikill umhverfissinni en hún mætti ötullega með hvatningarspjaldið sitt á Austurvöll í vetur, síðast núna á útskriftardaginn. Gaman þegar nemendur eru tilbúnir að bæta jarðarkringluna okkar í verki. Rakel flutti kveðjuorð fyrir hönd 10. bekkinga og söng afar fallegt kveðulag til Tjarnó en mamma hennar hún Írís samdi með henni textann. Ríkharður Sigmundsson pabbi í útskriftarhópnum flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra útskriftarnenda og Starkaður Snorri spilaði á bassa fyrir okkur. Og svo var hún María Solveig með okkur, sem var annar stofnenda Tarnarskóla fyrir 35 árum   Gleði, gleði!!!


Efst á síðu