Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

20. maí Árshátíðin 2020

Árshátíðin á þriðjudaginn tókst með miklum ágætum. Tíundu bekkingar geta verið rosalega stoltir af hvernig þeim tókst að búa til eftirminnilegan viðburð. Kennaragrínið þeirra var óborganlegt!!! Nemendur höfðu líka gaman að fíflaganginum í kennaragríni okkar kennaranna. Skemmtiatriðin voru frábær, öll sem eitt. Hæfileikaríkir krakkar stóðu á sviði eins og þeir hefðu aldrei gert annað.  Ég fór himinglöð heim með góðar minningar um góða árshátíð Tjarnarskólanemendanna okkar. Vá, hvað þið, foreldrar, eigið flotta krakka! Ég tók helling af myndum og myndböndum en því miður var birtustigið erfitt þannig að margt fór forgörðum - en hér kemur myndband sem sýnir nokkur brot frá kvöldinu. Kv. Margrét


Efst á síðu