Undirbúningur fyrir ungbarnadagana í 10. bekk er hafinn. Allir sem vildu, fengu að prófa óléttubumburnar og prófuðu m.a. að fara stigana upp á 3. hæð og aftur til baka. Svo þarf að finna gott nafn á krílið sem þau fá í hendur á miðvikudaginn. ,,Ömmurnar" og ,,afarnir" fengu fræðslu fyrr um daginn enda þarf líka að undirbúa þau fyrir komu barnsins.