Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

18. nóv. Dagur íslenskrar tungu; Rakel fékk verðlaun

Á laugardaginn, sem var dagur íslenskrar tungu, var ákaflega ánægjulegt að vera viðstödd verðlaunaafhendingu í Hörpu. Þeir nemendur sem skólar í Reykjavík höfðu tilnefnt tóku á móti viðurkenningarskjali frá Skóla- og frístundasviði ásamt ljóðabók með völdum ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Við erum stolt af Rakel Björgvinsdóttur í 10. bekk sem kennarar Tjarnarskóla tilnefndu til verðlaunanna og óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.

Í tilnefniningunni kemur fram: 

Rakel er nemandi í 10. bekk Tjarnarskóla. Rakel er frumleg og listræn. Hún sýnir skemmtileg tilþrif í ritun og ræðumennsku. Hún er góður málnotandi og flytur mál sitt með blæbrigðaríkum hætti í mörgum viðfangsefnum í skólanum. Við sjáum þess einnig dæmi í söng- og sviðslistum í skólanum. Hún hefur einnig fengist við talsetningu á teiknimyndum. Hún er ávallt jákvæð og sýnir vönduð og falleg vinnubrögð. Hún hrífur aðra með sér og er góð fyrirmynd.

Okkur er mikil ánægja að tilnefna Rakel til íslenskuverðlauna unga fólksins.


Efst á síðu