Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Skólaslitin 7. júní

Skólaslitin í Dómkirkjunni voru mjög ánægjuleg að vanda. Guðrún Ýr hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda, Andri Stefánsson ávarpaði 10. bekkinga fyrir hönd foreldra útskriftarnemenda, og þær Guðrún Ýr, Júlía Guðmundsdóttir, Freyja Rún, Rakel og Sunna Sigríður fluttu þrjú tónlistaratriði. Margir nemendur hlutu viðurkenningar og hrós og þau Helga Júlía og Þórir Andri, kennarar, fengu miklar þakkir fyrir að eiga tíu ára farsælan kennsluferil að baki íTjarnarskóla. Síðan fengu 10. bekkingar útskriftarskírteinin sín. Eftir skólalslitin var kveðjustund í skólanum með nemendum 10. bekkinga og fjölskyldum þeirra. Það eru ávallt blendnar tilfinningar að kveðja nemendur, bæði söknuður en um leið afar ánægjulegt að sjá þau stíga skrefin inn í framtíðina. Við óskum þeim öllum alls hins besta og vonum að þau komi sem oftast í heimsókn. Svo var komið að því að slíta skólanum í 34. sinn. Sjá einnig fullt af myndum frá viðburðinum.


Efst á síðu