Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Óttar Sveinsson, útkall, gaf bækur 8. apríl

Óttar Sveinsson kom í annað sinn til okkar í 10. bekk í dag. Hann gaf öllum nemendum bókina Flóttinn frá Heimaey og áritaði þær allar. Hér er texti frá honum sjálfum: 
,,Til að styðja við nemendur í íslenskunni hef ég ákveðið að halda fyrirlestra fyrir 10.bekkinga og segja þeim spennandi sögur af þjóðinni okkar að berjast við náttúruöflin. Ég hef líka talað við þau um hvað það er mikilvægt að opna á áföll. Í dag gaf ég nemendum í Tjarnarskóla eintak af Útkall - Flóttinn frá Heimaey. Þessu var gríðarvel tekið og gefur mér gleði í hjartað.“

Takk fyrir Óttar, frábærar gjafir. Við erum mjög þakklát!

 


Efst á síðu