Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ungbarnadagar hjá 10. bekk í janúar

Á hverju ári taka 10. bekkingarnir okkar þátt í svo nefndum ungbarnadögum í skólanum. Þeir frá fræðslu um ábyrgð, virðingu, jafnrétti og ýmislegt fleira sem tengist uppvaxtarárunum og þeim veruleika sem foreldrahlutverkið felur í sér en Ólafur Grétar Gunnarsson var með fræðslu, bæði fyrir nemendur og foreldra í tengslum við þetta verkefni. Nemendur eru með sýndarbarn í rúmlega tvo sólarhringa og sinna því eins vel og þeir geta. Það var falleg og ljúf stemning í húsinu þessa daga og þreyttir ,,foreldrar" sem skiluðu barninu að loknu námskeiðinu. Nemendur stóðu sig frábærlega vel!


Efst á síðu