Óttar Sveinsson, rithöfundur, sem nefnir sig gjarnan ,,útkallinn" kom í heimsókn til 10. bekkinga. Hann sagði nemendum frá bókunum sínum og sýndi þeim einnig myndir og myndband sem tengdust bókinni ,,Árás á Goðafoss" sem var skotinn niður í seinni heimsstyrjöldinni. Óttar sagði m.a. frá því þegar skipsverji á Goðafossi, sem komst af, hitti þýskan bátsverja á kafbátnum sem skaut Goðafoss í kaf. Þeir hittust á bókamessu í Frankfurt. Sá fundur var tilfinningaþrunginn og áhrifamikill. Bestu þakkir, Óttar, fyrir heimsóknina.