Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Mikil sorg í Tjarnarskóla, Hlynur Snær Árnason, fyrrverandi Tjarnskælingur kvaddur 10. nóvember

Undanfarna daga höfum við verið að horfast í augu við þá staðreynd að hann Hlynur okkar Snær er dáinn. Útförin hans fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni í Lindakirkju. Nemendur og starfsmenn Tjarnarskóla eru afar þakklátir fyrir þann tíma sem þeir áttu með Hlyni Snæ í 8., 9. og 10. bekk.  Hann var eftirminnilegur félagi. Hann lét sér annt um aðra nemendur og lagði lið þegar hann taldi að einhverjum liði illa.  Hann var ótrúlega góður við Mola skólahund. Hann var húmoristi og klár strákur. Við munum eftir hvað hann var litríkur í klæðaburði og hafði fallegt bros. Hann var óspar á að gefa okkur hlý knús og hrósa. Okkur finnst erfitt að hugsa til þess að fá ekki fleiri tækifæri til að hitta hann. Minning hans lifir áfram með okkur. Hann var góður drengur. Við erum með hugann hjá foreldrum hans sem voru einstaklega góðir samstarfsmenn meðan Hlynur var í Tjarnarskóla. 

Það er erfitt að meðtaka að hann komi ekki aftur. Hann verður áfram í  minningum okkar. Þær eru með appelsínugulu ívafi.


Efst á síðu