Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Lego League keppnin 2018 10. nóv.

Legoliðið okkar keppti í Lego League grunnskólakeppninni í Háskólabíói. Þeir Róbert, Óðinn, Ásgeir og Snorri voru mjög kappsamir í undirbúningnum. Að sögn Þóris kennara má fullyrða að nemendur unnu persónulega sigra í aðdraganda keppninnar og á keppnisdag þó að verðlaun hafi ekki verið í boði. Það er svo skemmtilegt við keppni af þessu tagi að nemendur safna í reynslupokann og læra heilmikið um sjálfan sig og út á hvað hópvinna gengur. Við þökkum strákunum fyrir að vera góðir fulltrúar Tjarnarskóla í keppninni og sjáum fram á ennþá sterkara lið á næsta ári!!! Við þökkum einnig nágrönnum okkar í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar fyrir að leyfa þeim að nýta aðstöðu þar síðustu tvær vikurnar. Flott hjá ykkur strákar!!!


Efst á síðu