Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Frábær samvera með Dönunum 9. okt.

Kæru Tjarnarskólafjölskyldur! Við sendum ykkur margfaldar þakkir fyrir ykkar þátt í að gera Danaheimsóknina eftirminnilega. Gestgjafar eiga auðvitað stærsta þáttinn en þið sem lögðuð til veitingar á morgunverðarhlaðborðið, lánuðu það sem þurfti, senduð tillögur eða hvað annað: Þið áttuð svo sannarlega risastóran þátt í að láta gestunum líða vel . Við erum afar glöð með hvernig til tókst til. Ævintýri Tjarnskælinga í Danmörku verður örugglega skemmtilegt þegar þar að kemur. Danirnir eru mjög fúsir að endurgjalda gestrisni ykkar. 


Efst á síðu