Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

8. maí Stelpum í 9. bekk boðið á ,,Stelpur og tækni"

Stelpurnar í 9. bekk fengu frábært tækifæri ásamt um 750 öðrum 9. bekkjar stelpum. Um var að ræða áhugaverða kynningu á möguleikum tækninnar. Tekið var á móti þeim í Háskólanum í Reykjavík og síðan fóru þær einnig í heimsókn í fyrirtækið Kolibri. Þetta er í fimmta skipti sem svona viðburður er haldinn. Þeir sem standa fyrir honum eru Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins, SKÝ og LS Retail. Frábært framtak!


Efst á síðu