Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

14. feb. Öskudagur 2018

Það er orðin skemmtileg hefð hjá okkur að nemendur mæti í einhverju litríku og skemmtilegu á öskudaginn. Flottustu búningarnir eru valdir og veglegir vinningar í boði. Þeir sem eru ekki alveg í búningastuði geta jafnvel sett upp sniðuga húfu, sett í sig slaufur, mætt í litríkum sokkum, sett á sig trúðanef eða eplakinnar. Nú, svo má líka koma með skemmtiatriði. Nemendur fá að fara í nammileiðangur um stund og svo endum við í vöffluglaðingi í hádeginu. Síðan fara allir í sitt vetrarfrí. Að þessu sinni fá nemendur lengra frí en kennarar sem mæta í vinnuna á mánudaginn - en nemendur mega líka sofa út þann dag. Gott og gaman að fá tilbreytingu á köldum febrúardögum.


Efst á síðu