Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

30. nóv. Árlegt jólaföndur foreldrafélagsins

Við áttum frábært jólaföndursíðdegi í Tjarnó sem foreldrafélagið stóð fyrir að vanda. Súkkulaðiilmur, góð samvera og viðfangsefni gerði þennan viðburð MJÖG ánægjulegan. Tíundubekkingar stóðu sig vel í að bjóða upp á glæsilegt hlaðborð og voru einnig með heilsusamlegan varning á boðstólum sem ein mamman í foreldrahópnum útvegaði (Omega 3 er málið í skammdeginu; reyndar alltaf!). Það er ekki lítið framlag í bekkjarsöfnunina fyrir Danmerkurferðina í vor! Bestu þakkir! 


Efst á síðu