Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

28. nóv. Heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti

Tíundu bekkingar fóru í heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, ásamt Helgu Júlíu, kennara. Það var afar vel tekið á móti hópnum og fengu krakkarnir okkar sérstakt hrós frá námsráðgjafanum fyrir að sýna áhuga og jákvæðni. Alveg til fyrirmyndar þessi frábæri hópur! Framhaldsskólaheimsóknir tíundu bekkinga eru ávallt fastir liðir hjá 10. bekk á hverjum vetri og fleiri skólar verða heimsóttir eftir því sem líður á skólaárið. 


Efst á síðu