Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

20. nóv. Brynja fékk íslenskuverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Það var afar ánægjulegt þegar Brynja Kristinsdóttir, nemandi í 10. bekk, tók á móti íslenskuviðurkenningu á degi íslenskrar tungu í Hörpunni, ásamt fulltrúum úr skólum í Reykjavík. Þetta var hátíðleg stund þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er verndari verðlaunanna, afhenti nemendum bók og verðlaunaskjal. Við erum afar stolt af Brynju. Innilega til hamingju, Brynja!


Efst á síðu