Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

19. des. Frábærir þemadagar!

Frábærum þemadögum er lokið í Tjarnó. Það ríkti mikil vinnugleði og sköpunargleði þessa fjóra daga. Jólapeysur, jólaspil, myndbönd, Molajólabúningar, jólapopp, jóladrykkir, jólakókoskúlur, skautakennsla á Tjörninni og Ingólfstorgi, piparkökuhúsaskreytingar, viötöl við túrista í Miðborginni, viðtöl við þá sem muna jólin á árum áður, gengið í kringum jólatréð á Austurvelli, alls konar hönnun og margt fleira skemmitlegt leit dagsins ljós! Við kennarar og Sigrún Edda þökkum krökkunum kærlega fyrir samveruna og vinnusemina þessa daga - svo eru þemadagar alltaf mikil þjálfun í samvinnu og því að vera góður liðsmaður í hóp.


Efst á síðu