Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ivana fékk viðurkenningu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 28. maí

Í dag tók hún Ivana okkar í 10. bekk við viðurkenningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Á hverju vori tilnefnum við nemanda í skólanum til að taka við viðurkenningunni. Hver skóli tilnefnir einn nemanda. Ivana var í glæsilegum hópi 33 nemenda í Reykjavík á þessum viðburði. Við erum mjög stolt af henni. Hún er vel að viðurkenningunni komin sem var viðurkenningarskjal og bók. Hún er ótrúlega þrautseig, vinnusöm og listræn. Er í krefjandi píanónámi og stundar Aikido af kapp i( list friðarins - japönsk íþrótt). Hún leggur alltaf mjög mikið á sig í námi og hefur einnig lagt sitt af mörkum í félagslífi skólans. Til hamingju Ivana og fjölskylda!


Efst á síðu