Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tjarnarþrautir daginn fyrir páskafrí 8. apríl

Við breytum alltaf út af vananum síðasta dag fyrir páska. Stundum höfum við íþróttakeppni, dans eða eitthvað annað. Að þessu sinni vorum við með alls konar þrautir í skólanum. Nemendur fóru út í Mæðragarð og söfnuðu ,,eggjum", síðan var pílukast, Kahoot-keppni, spilaþraut, púsluþraut og fleira skemmtilegt. Liðið sem vann fékk páskaegg í verðlaun og síðan voru allir kvaddir með litlu páskaeggi í nesti áður en kærkomið páskafrí tók við.


Efst á síðu