Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Frábær forvarnafyrirlestur Magnúsar Stef og Davíðs Tómasar og ,,opinn fundur" skólaráðsins 16. maí

Við höfðum þrjá mikilvæga viðburði 16. maí. Um morguninn komu þeir Magnús Stef og Davíð Tómas og upplýstu nemendur um hættulegar afleiðingar af neyslu alls konar efna sem standa unglingum til boða. Klukkan 17.00 sama dag komu þeir síðan aftur og fluttu frábæran fyrirlestur fyrir foreldra Tjarnarskóla. Það var einstaklega góð mæting, þvílíkt ánægjuefni!!!!! Síðan buðu 9. bekkingar upp á veitingar, en það var upphafið af fjáröflun fyrir næsta vetur þegar stefnt er að Danmerkurferð 10.bekkinga. Í lokin var þrískipt dagskrá: Foreldrar og nemendur í 8. bekk ræddu um tillögur að reglum um símanotkun í skólanum. Nemendur í 10. bekk sögðu nemendum í 9. bekk frá því hvernig þeir skipulögðu árshátíð, kennaragrín og fjáröflun í vetur. Foreldrar í 9. og 10. bekk hittust í einni stofunni þar sem 10. bekkjar foreldrar gáfu 9. bekkjar foreldrum góð ráð um fjáröflun og fleiri viðburði á þeirra vegum. Það var skyldumæting hjá nemendum en það var auk þess frábær þátttaka foreldra á fundum dagsins. Húrra fyrir þeim!


Efst á síðu