Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Einstaklega ánægjulegur árshátíðardagur 7. apríl

Árshátíð nemenda er hápunkturinn í félagsstarfinu á hverju skólaári. Mikill undirbúningur liggur að baki en nemendur í 10. bekk eiga veg og vanda að öllum undirbúningi. Undanfarin ár höfum við haldið árshátíðina hjá nágrönnum okkar í Iðnó. Góður matur frábær skemmtiatriði, alls konar tilnefningar s.s. bros skólans, bjartasta vonin, húmor skólans og margt fleira er mjög gleðjandi. Nemendur gera grín að kennurum með myndbandinu ,,Kennaragrín" og kennarar skólans gera líka sitt myndbandsgrín þar sem þeir sýna á sér óvæntar hliðar. Allt mjög skemmtilegt!. Svo er auðvitað dansað og dansað. Tíundu bekkingar stóðu sig afar vel við að gera árshátíðina sem glæsilegasta og margir nemendur í skólanum voru með tónlistaratriði. Margir duttu einnig í lukkupottinn í ´árlega miðahappdrættinu. Sjá má helling af myndum á ,,Myndasíðunni". 


Efst á síðu