Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Rannsóknarverkefni í janúar 2017

Nemendur skiluðu svo nefndum rannsóknarverkefnum í lok janúar og höfðu kynningu fyrir foreldra. Ótrúlega mörg skemmtileg og vel unnin verkefni voru á sýningunni. Nemendur sögðu frá verkefninu og hvernig þeir höfðu unnið það. Sjö nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni; þau Kristján Andri í 8. bekk, Birta Dís og Brynja í 9. bekk og þær Filippía, Ivana, Rebekka og Rakel í 10. bekk. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábær verkefni. (4 myndir).


Efst á síðu