Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Árshátíðin 2016, sú flottasta til þessa!

Nemendur og kennarar hittust prúðbúnir á árshátíðina 2016 í Iðnó fyrir skemmstu. Árshátíðin tókst einstaklega vel en að þessu sinni var Hollywoodþema. Góður matur, fallega lagt á borð, frábær skemmtiatriði og tilnefningar af ýmsu tagi flæddu fram eftir kvöldi. Kennaragrínið vakti mikla kátínu enda hafði mikið verið lagt í að gera það sem best úr garði. Kennararnir sýndu líka sitt kennaramyndband, mikið hlegið. Þær Anna Dögg og Rosalie Rut voru framkvæmdastjórar þessarar frábæru hátíðar en flestir í 10. bekk lögðu ótrúlega mikið á sig við að gera kvöldið ógleymanlegt.Margra vikna undirbúningur lá að baki, allt mjög vel skipulagt og smáatriðin klikkuðu ekki : ). Myndirnar segja sitt en um 100 myndir eru á myndakrækjunni, kíkið endilega á. Margrét Hulda tók flestar myndirnar, bestu þakkir MH. Takk krakkar fyrir ógleymanlegt kvöld!!!!! Þið voruð stórkostleg!


Efst á síðu