Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Viðurkenningar fyrir rannsóknarverkefni

Áður en við fórum í vetrarfríið okkar var verðlaunaafhending í skólanum; bæði fyrir Bíódaga og Rannsóknarverkefnin. Sjá má fréttir um þá vinnu í fyrri fréttum. Þrír nemendur fengu einkunnina A fyrir rannsóknarverkefnin, þau Jens, sem gerði forrit um fána Evrópulanda. Það var hannað þannig að ef smellt er á fánana má einnig heyra þjóðsöng viðkomandi lands. Rosalie Rut vann verkefni um Óskarsverðlaunin í Hollywood. Hún gerði líkön og texta og myndband ásamt fleiri fylgihlutum um þessi eftirsóttu verðlaun í kvikmyndaheiminum. Vigdís gerði verkefni um bardagaíþróttina MMA. Hún lýsti henni í myndbandi og hefti með textum og myndum og gerði einnig líkan af bardagahring. Til hamingju með glæsileg verkefni; Jens, Rosalie og Vigdís!


Efst á síðu