Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Læknanemar frá Ástráði fræddu nemendur

Okkur gafst tækifæri á dögnunum að fá fyrirlestur læknaema sem starfa undir heitinu Ástráður. Í fræðslunni er stiklað á stóru um samskipti kynjanna, sambönd, traust, virðingu, það að læra að þekkja eigin líkama, kynferðislega misnotkun, getnaðarvarnir, kynsjúkdómavarnir og kynheilbrigði almennt. Krakkarnir eru hvattir til þess að spyrja sem mest og taka þátt í umræðum og leikjum. Við þökkum þeim Jónasi Bjarti og Ingu Láru kærlega fyrir góða heimsókn.


Efst á síðu