Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Bíódagar í febrúar

Nemendur unnu í 5 hópum við að búa til handrit, myndbönd og kynningarefni sem voru sýnd í lok Bíódaganna við góðar undirtektir. M.a. mátti sjá frábæra ,,trailera" eða veggspjöld eða annað kynningarefni. Hlynur sló í gegn í ,,Landanum" - óborgnalegu atriði sem var tekið við Tjörnina. Tíundu bekkingar voru mjög leyndardómsfullir þessa daga við að búa til kennaragrínið sem verður sýnt á árshátíðinni í apríl. Föstudaginn fyrir vetrarfrí var síðan verðlaunaafhending fyrir bestu hópvinnuna á kvikmyndadögum. Tveir hópar fengu einkunnina A, sem er harla gott, því það þurfti að uppfylla mörg skilyrði fyrir þeirri einkunn. Í öðrum hópnum voru: Brynja, Filippía, Hlynur og Gunnar, en í hinum þau Rebekka, Birta, Arndís, Hekla og Fylkir. Þau fengu bíómiða, popp og kók í verðlaun. 

Takk, Tjarnókrakkar fyrir frábæra bíódaga! 


Efst á síðu