Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Dásamlegir bókaþemadagar

Þemadagarnir í desember tókust með miklum ágætum. Nemendur brugðu sér í rithöfundagírinn og sömdu ótrúlega fínar barnabækur. Hver hópur samdi bók og myndskreytti. Hluti verkefnisins var að fara með bókina á leikskóla og lesa fyrir börnin þar. Þær heimsóknir voru mjög ánægjulegar. Þessa daga lögðu nemendur alla rafræna miðla til hliðar; tölvur, i-pada og síma og unnu upp á ,,gamla mátann". Mjög notaleg stemning var í húsinu. Þegar verkefnin voru metin var mjög mjótt á mununum hvaða hópar skoruðu hæst en þær Filippía, Anna Stella og Rebekka voru í þeim hópi og fengu verðlaunabókina Arftakann sem viðurkenningu. Sjá má myndir af bókinni þeirra en það eru fleiri myndir á myndakrækjunni. Sjón er sögu ríkari - við erum mjög ánægð með þetta verkefni hjá öllum!


Efst á síðu